Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 112

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 112
IIO Martin Heidegger þeirra, að því sem er. Einmitt frá sjónarhóli vísindanna tekur ekkert svið öðrum fram, hvorki náttúran sögunni né öfugt. Engin vísindaleg aðferð skarar fram úr öðrum. Stærðfræðileg þekking er ekki agaðri en málvísindaleg og söguleg þekk- ing. Hún einkennist aðeins af meiri „nákvæmni", sem er ekki það sama og ögun. Að krefjast nákvæmni af sagnfræðinni gengi í berhögg við sjálfa hugmyndina um sérstaka ögun hugvísindanna. Veraldartengsl vísindanna, sem einkenna þau sem slík, láta þau leita að því sem er, í því augnamiði að rannsaka það, skilgreina og skýra, í samræmi við inntak þess og veruhátt. I vísindunum á sér stað - hugmynd- inni samkvæmt - nálgun við eðli allra hluta. Þessum sérstæðu veraldlegu tengslum við það sem er, er haldið uppi og stjórnað af sjálfvalinni afstöðu mannlegrar tilvistar. Að vísu beinist einnig ó- og forvís- indaleg vil og dul mannsins að því sem er. En það auðkennir vísindin að þau gefa á sinn hátt gagngert og alfarið hlutunum sjálfum fyrsta og síðasta orðið. Með því að gæta slíkrar hlutlægni í spurningum, skilgreiningum og skýringum gefa vísindin sig á sérkennilega takmarkaðan hátt á vald þess sem er, í því augnamiði að það opinberi sig sjálft. Þetta þjónandi hlutverk rannsókna og fræða verður að leiðandi, en jafnframt sérkennilega takmörkuðu afli í heild mannlegrar tilvistar. Þessi sérstöku veraldartengsl vísindanna og hið leiðandi hlutverk mannsins verða samt ekki skilin til fulls fyrr en við sjáum og grípum hvað er að verki í sh'kum ver- aldartengslum. Mannveran - ein vera meðal annarra - „leggur stund á vísindi". I þessari „ástundun" á sér stað hvorki meira né minna en innbrot einnar veru, sem kallast mannvera, inn í heild verunnar, með þeim hætti að í og með þessu innbroti brotnar það sem er upp sem það, sem það er og eins og það er. Þetta uppbrjótandi innbrot hjálpar á sinn hátt því sem er fyrst til sjálfs sín. Þetta þríeðli - veraldartengsl, afstaða, innbrot - gefur í rótareiningu sinni hinni vísindalegu tilvist leiftrandi einfaldleika og skerpu til-verunnar [Da-sein]. Ef við tileinkum okkur með vísvitandi hætti þessa vísindalegu til-veru, þá verðum við að segja: Heimstengslin beinast að því sem er - og engu öðru. Afstaðan lætur stjórnast af því sem er - og annars engu. Hið rannsakandi innbrot fæst við það sem er - og ekkert annað. En það furðulega er að einmitt þegar hin vísindalega mannvera hugar að því sem er henni eiginlegast, þá talar hún um eitthvað annað. Hún ætlar einungis að rannsaka það sem er og að öðru leyti - ekki neitt; aðeins það sem er og umfram það - ekki neitt; það eitt sem er og umfram það - ekki neitt. Hvað er með þessa neind? Er það tilviljun að við tökum ósjálfrátt svo til orða? Er þetta bara málvenja - og ekki neitt annað? En hvað varðar okkur um þessa neind? Vísindin hafna jú einmitt neindinni og afneita henni sem hinu einskisverða. Og þó, viðurkennum við ekki einmitt neind- ina þegar við afneitum henni með þessum hætti? En er hægt að tala um viður- kenningu þegar við viðurkennum ekki neitt? Kannski er þessi þræta ekki annað en tómt orðaskak. Þá verða vísindin að endurheimta alvöru sína og skýrleika með því að ítreka að þau fáist einungis við það sem er. Neind - hvað getur hún verið fyrir vísindunum annað en hryllingur og hugarburður? Hafi vísindin á réttu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.