Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 113

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 113
Hvað erfrumspeki? iii standa er aðeins eitt víst: Vísindin vilja ekki neitt um neindina vita. Þegar allt kemur til alls er þetta hinn vísindalega agaði skilningur á neindinni. Við vitum af henni, með því að vilja ekkert um hana, neindina, vita. Vísindin vilja ekki hafa neitt með neindina að gera. En hitt er jafnvíst: Þegar vísindin reyna að tjá sig um eigið eðli kalla þau á neindina sér til hjálpar. Þau notfæra sér það sem þau afneita. Hvaða mótsögn er þarna á ferðinni? Með því að íhuga núverandi tilvist okkar - sem vísindalega ákvarðaða - erum við lent í togstreitu. Fyrir tilstilli þessarar togstreitu hefur þegar vaknað spurning. Spurninguna þarf aðeins að færa í orð: Hvað með neindina? Ú,tfœrsla spurningarinnar Utfærsla spurningarinnar um neindina verður að setja okkur í þá stöðu að unnt verði að gefa svar, eða þá að ljóst verði að ómögulegt sé að svara henni. Neindin er viðurkennd. Vísindin afneita henni með yfirlætislegu afskiptaleysi sem því sem „ekki er til“. Engu að síður reynum við að spyrja eftir neindinni. Hvað er neindin? Fyrsta áhlaupið að þessari spurningu leiðir óðara nokkuð óvenjulegt í ljós. Með þessari spurningu gefum við okkur neindina fyrirfram sem eitthvað, sem „er“ svona og svona - sem eitthvað sem er. En neindin er einmitt alger andstæða þess sem er. Spurningin um neindina - hvað og hvernig hún, neindin, er - snýr því sem hún beinist að upp í andstæðu sína. Spurningin rænir sig sínu eigin viðfangi. A sama hátt eru líka öll svör við þessari spurningu, eðli hennar samkvæmt, ómöguleg. Því þau eru öll nauðsynlega föst í forminu: Neindin „er“ þetta og hitt. Þegar neindin á í hlut eru spurningar og svör jafn fáránleg í sjálfum sér. Af þessum sökum þarf ekki að koma til þess að vísindin vísi spurningunni á bug. Hin viðtekna frumregla hugsunarinnar, lögmálið um mótsögnina sem ber að forðast, hin almenna „rökfræði", greiðir þessari spurningu rothögg. Því ef hugs- unin, sem eðli sínu samkvæmt er alltaf hugsun um eitthvað, hugsaði um neindina, gengi hún í berhögg við sitt eigið eðli. Vegna þess að olckur er þannig meinað að gera neindina yfirleitt að viðfangs- efni, erum við komin að leiðarlokum með spurningu okkar um neindina - að því gefnu að í þessari spurningu fari „rökfræðin" með æðsta úrskurðarvald, að vitsmunirnir séu meðalið og hugsunin vegurinn til þess að öðlast upprunalegan skilning á neindinni og ráða mögulegri afhjúpun hennar. En er hægt að hrófla við alræði „rökfræðinnar"? Eru vitsmunirnir ekki raun- verulega herrar spurningarinnar um neindina? Við getum jú aðeins með þeirra hjálp skilgreint neindina og sett hana fram sem vanda, jafnvel þótt um sé að ræða vanda sem eyðir sjálfum sér. Því neindin er neitun á öllu sem er, hún beinlínis er ekld. Með þessu móti seljum við neindina undir ákvörðunarvald þess sem ekki er og þar með þess neitaða. En neitunin er, samkvæmt hinni ríkjandi og óspjöll- uðu kenningu „rökfræðinnar", sérstök vitsmunaleg aðgerð. Hvernig getum við þá viljað segja skilið við vitsmunina í spurningunni um neindina, hvað þá í spurning-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.