Hugur - 01.06.2011, Page 118

Hugur - 01.06.2011, Page 118
ii6 Martin Heidegger hlutur né yfirleitt nokkuð sem er. Neindin kemur hvorki fyrir ein og sér né til hliðar við það sem er, sem hún hengir sig svo að segja við. Neindin gerir opin- berun verunnar sem slíka mögulega fyrir mannlega tilveru. Neindin er ekki fyrst andheiti þess sem er, heldur tilheyrir hún upprunalega eðlinu sjálfu. I veru þess sem er á sér stað neindun neindarinnar. En nú er mál að hreyfa andmælum sem hafa verið látin bíða alltof lengi. Ef tilveran getur einungis tengst því sem er, verið til sem sagt, með því að halda sér út í neindina, og ef upprunaleg opinberun neindarinnar á sér aðeins stað í angist- inni, verðum við þá ekki stöðugt að svífa í þessari angist til þess að geta yfirleitt verið til? Og höfúm við ekki sjálf játað að þessi upprunalega angist sé sjaldgæf? Umfram allt erum við jú öll til og umgöngumst það sem við erum ekki sjálf og það sem við erum sjálf - án þessarar angistar. Er hún ekki handahófskenndur tilbúningur og neindin, sem henni er eignuð, hreinar ýkjur? En hvað merkir: Þessi upprunalega angist á sér aðeins stað á fágætum augna- blikum? Ekkert annað en: Neindin er okkur vanalega hulin í uppruna sínum. Hvers vegna? Vegna þess að við töpum okkur á ákveðinn hátt gersamlega í því sem er. Því meira sem við snúum okkur að því sem er í amstri okkar, því minna látum við það hverfa frá sem slíkt, því meira snúum við okkur frá neindinni. En þeim mun öruggar þröngvum við sjálfum okkur upp á almennt yfirborð tilver- unnar. Og samt er þetta stöðuga, en þó tvíræða hvarf frá neindinni, innan ákveðinna marka í samræmi við innsta eðli þess. Hún - neindin í neindun sinni - vísar okkur einmitt á það sem er. Neindin neindar án afláts, án þess að við, með því viti sem við hrærumst daglega í, vitum eiginlega um þennan atburð. Hvað er skýrari vitnisburður um stöðuga og útbreidda, en dulda, opinberun neindarinnar í tilveru okkar en neitunin? Hún getur samt engan veginn af sér ekkið, svo að segja til þess að lauma því inn á milli hins gefna, sem tæki til að- greiningar og til að mynda andstæður. Hvernig ætti líka neitunin að leiða af sér ekkið, þar sem hún getur jú aðeins neitað ef eitthvað neitanlegt er þegar fyrir hendi? Hvernig ætti að vera hægt að uppgötva eitthvað neitunarbært og neit- unarskylt sem eitthvað neitunarlegt, ef öll hugsun sem slík horfði ekki þegar fram á ekkið? En ekkið getur aðeins opinberast ef hulunni er svipt af uppruna þess, neindun neindarinnar yfirhöfuð og þar með neindinni sjálfri. Ekkið er ekki afsprengi neitunarinnar, heldur grundvallast neitunin á ekkinu, sem sprettur af neindun neindarinnar. En neitunin er einnig aðeins einn neindunarháttur, þ.e. háttur sem er þegar grundvallaður í neindun neindarinnar. Þar með hefur ofangreind tilgáta verið sönnuð í megindráttum: Neindin er uppruni neitunarinnar, ekki öfugt. Ef veldi vitsmunanna á sviði spurninganna um neind og veru hefur þannig verið brotið á bak aftur, þá eru þar með einnig örlög alræðis „rökfræðinnar“ innan heimspekinnar ráðin. Sjálf hugmynd „röltfræðinn- ar“ leysist upp í hringiðu upprunalegri spurnar. Hversu oft og á hversu marga vegu sem neitunin - sögð eða ósögð - gegnsýrir alla hugsun, er hún samt ekki ein fiillgilt vitni um opinberun neindarinnar, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.