Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 142

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 142
140 Ritdómar við rannsóknir á dauða og fæðingu. Benda þær á að hugtökin „margræðni“,„tvíræðni“ og „þversögn" bjóði upp á hugtakakerfi sem geti nýst við að tala um þessa flóknu viðburði lífsins. Umfjöllunarefni bókarinnar er, eins og titillinn ber með sér, upphaf og endalok lífsins frá sjónarhóli þess kvenlega; hug- tökin um fæðingu og dauða eru í senn rýnd í ljósi þess hvernig þau hafa verið skilgreind með hliðsjón af kvenleika í gegnum tíðina og hvernig þær skilgrein- ingar eru tvíræðar. Ahersla á líkamleika, tengsl og tilfinningar sem í heimspeki fyrri tíma þóttu síðri að tign en vitsmunir, sjálfræði og sálin, varpar nýju ljósi á dauða og fæðingu í kenningum heimspekinga síðari tíma. Höfundar bókarinnar taka fyrrnefnt þema fýrir á þeim grundvelli og vinna úr því hver á sinn hátt þannig að úr verður heilsteypt verk sem er fjölbreytt en heldur sig um leið innan umfjöllunarefn- isins. Bókinni er skipt í jafn marga hluta og höfundar bókarinnar eru og hver hluti hefur sína yfirskrift. Robin May Schott skrifar inngangs- kaflann ásamt tveimur næstu köflum í fyrsta hluta sem ber yfirskriftina „Stjórn- mál samfélags" („Politics of Community"). Hún byrjar á því að fjalla um kynferðis- legt ofbeldi og fórnir út frá sögulegum og pólitískum skilningi. Schott veltir fyrir sér hvers vegna ofbeldi gagnvart konum hefur leikið eins stórt hlutverk og raun ber vitni í frásögnum sem tengjast stór- viðburðum sögunnar. Hún bendir á fjórar sögur sem m.a. tengjast stofnun Rómar- borgar og mikilvægum atvikum í sögu gyðinga. I þessum frásögnum er konum, einni eða fleirum, fórnað, misþyrmt eða nauðgað, verknaðir sem hafa úrslitaáhrif varðandi framgang viðkomandi þjóðar en vekja upp hrylling hjá lesandanum. Schott bendir einnig á þá áhugaverðu staðreynd að ofbeldi hefúr leikið gífur- lega stórt hlutverk við löggjöf gegnum tíðina. Nauðganir hafa heldur ekki stöðv- ast, þær virðast fylgja öllum styrjöldum sem Schott veltir fyrir sér í þriðja kafla bókarinnar og fær til þess hjálp frá heim- spekingunum Hönnu Arendt og Giorgio Agamben. Eftir þá yfirferð bendir Schott á að hin nánu tengsl milli nauðgana og styrjalda gefi til kynna flókið samband milli mannslíkamans og hins pólitíska heims og gerir lítið úr þeim hugmyndum að fæðing og dauði séu einungis náttúru- legir viðburðir sem þurfi ekki að setja í samhengi við stjórnmál heimsins (65). Sara Heinámaa tekur við keflinu af Schott og skrifar næstu þrjá kafla inn í annan hluta sem ber yfirskriftina „Fyrirbærafræði dauðleika og getnaðar" („Phenomenologies of Mortality and Generativity“) og vinnur þar með hug- tökin fæðingu og dauða út frá tilvistar- speki og fyrirbærafræði. Vangaveltur sín- ar tengir Heinámaa m.a. við kenningar Kierkegaards, Beauvoir, Husserls, Heid- eggers, Levinas og Arendt. Eitt af því sem Heinámaa bendir á er hversu tengdar kenningar Beauvoir og Kierkegaard eru þegar kemur að kenningum um dauðann. Einnig ræðir Heinámaa kenningu Heid- eggers um dauðann, veruna andspænis dauðanum og lokakafla sinn byggir hún aðallega á gagnrýni Levinas og Arendt á Heidegger, skoðar ólíkar leiðir sem til- vistarspekingar og fyrirbærafræðingar hafa farið í því að reyna að leiðrétta eða bæta greiningu Heideggers á dauðleika manneskjunnar. Sigríður Þorgeirsdóttir skrifar næstu tvo kafla bókarinnar í þriðja hlutann undir yfirskriftinni „Heimspeki lífsins hjá Nietzsche" („Nietzsche’s Philosophy of Life“) og skoðar fæðingarhugmynd- ir hans meðal annars út frá greiningum Arendt og Kristevu. Sigríður heldur því fram að þungamiðja í heimspeki Nietzsc- hes hverfist um fæðinguna og telur m.a. að með kenningum sínum um fæðinguna hluti hann sundur viðteknar hugmynd- ir um muninn á kynjunum, geri lítið úr hugmyndum tilvistarspekinnar og opni þar með fyrir möguleikann á breytingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.