Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 147

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 147
Ritdómar 145 pragmatisma fremst í greinasafninu, þar eð fram að því er oftar en ekki íjallað um lausnir í anda þeirrar stefnu án þess að henni sé rækilega lýst. Þannig er það talið geta liðkað fyrir í erfiðum átökum, s.s. þjóðernisdeilum, ef deiluaðilar nálgast eigin „gildi og skuldbindingar“ af ákveð- inni íroníu í skilningi Rortys (128). Raun- sæisleg nálgun Deweys gagnvart ofbeldi er álitin gagnast best í tilraunakenndri viðleitni manna til þess að stemma stigu við því; aftur á móti telur Dewey að „[fjastheldni á hefðbundnar hugmyndir um heilbrigða skynsemi, mannlegt eðli eða á hugmyndir um hvernig hlutirnir hljóti að vera, [sé] að loka fyrirfram á mögulegar breytingar“ (60). Einnig má finna sögulega umfjöllun um pragmatisma í grein sem fjallar um hvernig sálgreining Freuds byggir á svipaðri dýnamískri sýn á vísindin og pragmatismi Deweys (sjá „Freud um siðmenningu og samfélag“). Nú er rétt að taka fram hversu áhugavert er að fylgjast með skapskyggni höfundar bókina út í gegn og sjá hversu sannfær- andi gagnrýni hans jafnan er. Auk þess er einfaldlega gleðiefni að fá heimspekirit sem kallast svo vel á við ríkjandi þjóð- félagsaðstæður - og sem verður eflaust áfram gagnlegt þótt þær breytist. En einmitt í því ljósi er hálf bagalegt hversu oft er leitað lausna í pragmatismanum án þess að hann eða mismunandi birting- armyndir stefnunnar séu teknar til gaum- gæfilegrar skoðunar. Jón lætur sér fremur nægja að vekja athygli á kostum hennar og hugsanlega ónýttum möguleikum til þess að leysa úr vandamálum samtímans án þess að víkja að takmörkunum hennar eða einhverjum umdeilanlegri þáttum. Að því leyti neyðist maður til þess að taka undir orð höfundar í inngangi þar sem hann segir: „Heimspeki sem byggir á kreddu og leggur aðaláherslu á að verja tiltekinn málstað lendir [...] auðveldlega í mótsögn við sjálfa sig.“ (9) Myndasyrpan „Sovét-Rússland 1989- 2009“ um miðbik bókarinnar myndar skemmtilega viðbót við greinarnar. Þó lætur höfundur myndirnar aðeins tala sínu máli og skýrir heldur ekki hvort þær gegni einhverju ákveðnu hlutverki. Helst virðist manni hún kallast á við fyrri hluta greinarinnar „Dauði útópíunnar í pólitík og upprisa hennar í vísindum". Eftir myndasyrpuna taka fimm greinar við sem eiga kannski ekki margt sameiginlegt, þótt þær eigi samkvæmt bókarkápu að fjalla um „beinan og óbeinan áróður í samhengi menningar og stjórnmála, vís- inda og menntunar". Það sem vakti þó einkum athygli mína í þessum hluta, sem nefnist „Áróður fyr- ir veruleika", var greinin „Fölsuð fræði. Stuldur, svindl og uppspuni í vísindasam- félaginu". Jón greinir þar „vísindasvik" í fimm flokka og leitast síðan við að beita þeirri greiningu á þá tegund heim- ildanotkunar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson varð uppvís að í fyrsta bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. I lok greinarinnar veltir Jón fyrir sér hvaða ráð gætu dugað til þess að koma í veg fyrir þann alvarlega ritstuld sem grasserar meðal háskólanema, er virðast líta á hann sem eðlileg vinnubrögð, „og innprenta [þeim] um leið ákveðna lágmarksvirð- ingu fyrir rituðu máli“. Tillaga hans er að leggja aukna áherslu á höfundarhug- takið sem siðferðislegt hugtak, fremur en lagalegt, þ.e.a.s. að vekja athygli hvers nemanda á hans persónulegu „ábyrgð á mögulegri merkingu og merkingarleysi textans" (259). Nú er þessi lausn hvorki rædd ýtarlega í umræddri grein né sett í stærra heim- spekilegt samhengi. Að mínu mati hefði þó verið áhugavert að setja hana í sam- hengi við heimspekilegan pragmatisma þar eð hans gætir svo víða annars staðar. Enda þótt á nokkrum stöðum í bókinni sé bent á hvað pragmatisminn eigi óskylt við t.a.m. póst-strúktúralískar kenningar segir Jón á einum stað „auðvelt að greina sameiginlega þætti í heimspeki pragmat- istanna og skrifum samtímafræðimanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.