Hugur - 01.06.2011, Side 148
146
Ritdómar
ekki síst svokallaðra póstmódern-
ista.“ Ogn ofar segir í þessu samhengi:
„Pragmatistar lesa hvorki frumspekilega
né siðferðilega fasta inn í mannlega
orðræðu. Tilraun þeirra felst í rannsókn
á því hvernig hægt sé að hugsa um mann-
legan veruleika - þekkingu, siðferði - og
losa sig um leið undan ýmsum kreddum
heimspekinnar sem torvelda okkur frekar
en auðvelda að skilja heiminn." (229).
Það sem ég velti hér fyrir mér er hvort í
því að boða siðfræðilegt höfundarhugtak,
sem felist í ábyrgum merkingarmótandi
einstaklingi, fylgi ekki einhverjir „frum-
spekilegir eða siðferðilegir fastar“. Er hægt
að gera grein fyrir slíku hugtaki á forsend-
um heimspekilegs pragmatisma? Ef svo
er, hljóta þá að þessu leyti ekki að skilja
leiðir með honum og flestum afbrigðum
póst-módernisma? Og eru því heldur
engin takmörk sett hvað heimspekilegur
pragmatismi getur umgengist sjálfan sig
af miklum „pragmatisma“ í hversdags-
legri merkingu? Kannski birtist í þessu
litla dæmi líka það sem mér virðist vera
helsti vankanturinn á annars prýðilegu
verki en það er hvernig lausnum er teflt
fram án þess að höfundur leitist nægilega
við að bregðast við hugsanlegum göllum
á þeim eða mótrökum við þeim. Svo lengi
sem það er ekki gert virðist mér erfiðara
að festa hönd á þeim pragmatíska grunni
sem höfundur vinnur út frá og á sjálfum
lausnunum sem hann býður upp á.
Egill Arnarson
Um Tíma heimspekinnar eftir Kristínu Sætran
Kristín Hildur Sætran: Túni heimspekinn-
ar íframhaldskólanum. Háskólaútgáfan/
Heimspekistofnun Háskóla Islands, 2010.
303 bls.
Texti er leið höfundar til að koma hugsun
sinni áleiðis og hafa áhrif á lesandann
með einhverjum hætti. Ef við köllum
þessa ætlun höfundarins innihald textans,
þá má tala um orð og stíl textans sem
formið. Óhjákvæmilega er ávallt bil á milli
ætlunar höfundarins og viðtöku lesandans
þar sem form textans er boðberi höfundar-
ins og talar máli hans gagnvart lesandan-
um að höfundinum fyrverandi, ef svo má
segja. Breidd þessa bils ræðst af tvennu,
annars vegar hversu vel boðberinn er úr
garði gerður og hins vegar hversu vel les-
andanum tekst að hlusta eftir skilaboð-
unum.
Astæða þess að ég nefni þetta hér er
að bókin sem ég hef til umijöllunar, Tími
heimspekinnar í framhaldsskólanum eftir
Kristínu Hildi Sætran, virðist mér óvana-
lega formslök miðað við innihaldsgæði.
Það að mér virðist boðberi höfundarins
slakur gerir það að verkum að mér sýn-
ist bilið á milli okkar stærra en það hefði
þurft að vera. Það gerir túlkun innihalds-
ins erfiðari og stór hluti gagnrýni minnar
á bókina lýtur að þessum þætti. Þrátt fyr-
ir þetta sýnist mér mikill samhljómur á
milli mín og höfundarins hvað innihaldið
varðar.
Eg vík fyrst að gagnrýni minni á formið.
Bókin er töluvert endurtekningasöm, það
er svolítið farið úr einu í annað, ályktanir
eru stundum illa undirbyggðar og óvænt-
ar, það vantar skýrari uppbyggingu og að
gera betri grein fyrir grundvallarhugtök-
um og viðfangsefnum. Þetta gerir bókina
svolítið formlausa og tvístraða og erfiða
aflestrar. Um sumt af þessum fullyrðing-
um mínum er erfitt að gefa dæmi. Dæmi
um brattar ályktanir eru þó á blaðsíðum
99 og 100 þar sem annars vegar er sagt án
undirbúnings eða vísunar í aðra umfjöll-
un að heimspeki geti séð fyrir frelsi og
aga og hins vegar að tilbreytingarleysið
sem nemendur kvarti yfir sé ekki að finna