Hugur - 01.06.2011, Page 153
Ritdómar
vegar á hún að veita lesandanum yfirlit
yfir áhrif efahyggju „á hugsunarhátt og
menningu Vesturlanda" og hinsvegar
er hún „málsvörn efahyggjumanns" (9).
Fyrra hlutverkinu er sinnt fyrst og fremst
með sögulegri umfjöllun, þar sem saga
efahyggju frá Pyrrhoni til dagsins í dag er
rakin í grófum dráttum og mestur gaum-
ur gefinn heimspeki nýaldar. Eins og Atli
bendir sjálfur á þá bregður þessi frásögn
ekki síður ljósi á þekkingarfræði sem slíka
og sögu hennar.
Verkið er greinilega skrifað með það
fyrir augum að hver sem er geti gluggað í
það sér til gagns og gamans. Alkunna er
hversu snúið það er að gera öllum til geðs
og vissulega gæti það hvarfiað að lesand-
anum að höfundurinn geri þekkingu hans
ekki sérstaklega hátt undir höfði. En þá
ber að hafa hugfast hversu mikil fengur
það er fyrir lesendur sem eru að byrja að
fóta sig áfram á „heimspekilegum braut-
um“ að komast í svo skýrt rit um heim-
spekilegt efni. Eins gæti það verið álitinn
galli hversu hröð og á stundum yfirborðs-
kennd umfjöllun höfundar um einstök
tímabil heimspekisögunar er. En á móti
kemur að bókin er knöpp og þjónar ágæt-
lega þeim yfirlýsta tilgangi sínum að vera
inngangur að heimspekilegri þekkingar-
fræði. Þó verður að spyrja hvort t.a.m.
sú mynd sem er dregin upp af heimspeki
miðalda sé til þess fallin að dýpka eða
glæða skilning lesandans (19-20).
I raun fellur frásögn Atla af sögu efa-
hyggjunnar mjög vel að þeirri söguskoð-
un sem hefur verið ráðandi síðustu aldir
meðal heimspekinga um flestallt sem við-
kemur heimspeki: Frækornin er að finna í
grískri fornöld en eftir daga Ágústínusar
einkennist kristin miðaldaheimspeki af
stöðnun sem varð hlutskipti evrópskrar
heimspeki allt fram til endurreisnarinnar
og var í raun ekki rofið fyrr en undir lok
sextándu aldar. Blómatími heimspekinn-
ar er síðan sautjánda og átjánda öldin, og
nær hún svo fullum skrúða í heimspeki
Kants. Helstu strauma í heimspeki dags-
151
ins í dag má svo í grófum dráttum rekja
til Kants og Locke. Ekki verður gerð sér-
stök athugasemd við þessa söguskoðun
hér, þó svo að hún sé alls ekki hafin yfir
gagnrýni. Söguskoðun af svipuðum meiði
gerir vart við sig í stuttri umfjöllun um
sögu vísindanna (133). Sú mynd sem þar
er dregin upp af þekkingarleit mannsins
sem línulegu ferli, þar sem stöðugt bæt-
ist við þekkingarforðann og þekkingin
verður æ fullkomnari og réttari, virðist
fela í sér ákveðna söguskekkju sem heldur
rýrir gildi verksins. Þó þarf það alls ekki
að vera svo að túlkunarfræðilegir ásteyt-
ingarsteinar á borð við þennan hreki
þær heimspekilegu röksemdir sem Atli
heldur fram og eru kjarni verksins; sem
er vitaskuld málsvörn efahyggjunnar. I
lokaorðum bókarinnar er varpað ljósi
á með hvaða hætti þeirri málsvörn var
haldið uppi. Sú aðferð sem Atli beitir er
fyrst og fremst fólgin í því að „rökstyðja
að tilraunir heimspekinga til að hrekja
efahyggju hafi minni en engan árangur
borið“ (139). En jafnhliða því er reynt „að
sýna fram á að efahyggja sé engan veg-
inn sú ógn sem margir hafa haldið heldur
holl speki og heiðarleg" (139). En hvernig
tókst til?
Um hefl og af hefl
Túlkun Atla leggur áherslu á að efahyggja
sé samofin þróun þekkingarfræðinnar í
sögu heimspekinnar, og að það hafi verið
glíman „við róttæka efahyggu sem mótaði
heimspeki nýaldar“ og markaði þær braut-
ir sem þekkingarfræði vestrænnar heim-
speki hefur unnið eftir fram á okkar dag
(9). Einnig má segja að þessi sögulega
frásögn sé kjarninn í þeirri „málsvörn"
sem ritinu er ætlað að vera. Fátt er jú
meira sannfærandi en góð saga. Og boð-
skapur þessarar sögu er m.a. sá að „heið-
arlegur maður“ geti ekki verið nokkuð
annað en efahyggjumaður (10). Það er því
eitthvað mikilvægt í húfi, áskorun efa-
hyggjunnar er ekki einungis akademísk
eða fræðileg, hún snýst um „heiðarlegan“