Hugur - 01.06.2011, Page 154

Hugur - 01.06.2011, Page 154
152 Ritdómar lífsmáta. Sannast sagna er Atli harðdræg- ur málaflutningsmaður fyrir hönd efa- hyggjunnar og lesandinn verður þess fljótlega áskynja að engu verður hlíft í vörninni. Sem dæmi má nefna að strax í inngangi er gert ljóst að tilraunir til að hrekja rök efahyggjumanna hafi orðið kveikjan að „undarlegum heimspekikenn- ingum eins og hughyggju og pragmat- isma“ (9). Það er sjálfsagt einn mesti styrkur bókarinnar hversu skýrt er kveðið á um þau markmið sem höfundur setur sér og hverju hann ætlar að koma til leið- ar. Lesandinn velkist ekki í vafa um af- stöðu höfundarins sem er komið á fram- færi á skýran og skorinorðan máta. En þá gætu vaknað spurningar um hvort þau tvö markmið sem verkinu eru sett séu í raun samrýmanleg. Er hægt að rekja sögu, meta áhrif, skilgreina og lýsa eðli heimspeki- legrar afstöðu, eða fyrirbæris á borð við efahyggju, á sannferðugan hátt, ef gengið er útfrá sanngildi og mikilvægi þess fyr- irfram? Eða: Verður ekki að halda sögu heimspekinnar aðskilinni frá heimspeki? Fyrir það fyrsta er það nú líklega ekki svo að um frumrannsókn af hálfu Atla sé að ræða, m.ö.o. er sú efahyggja sem Atli vill verja að öllum líkindum ávöxtur langrar heimspekilegrar ástundunar og umþótt- unar. Lesandinn ætti ekki að líta svo á að bókin sé einföld rökfærsla sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að „allir ættu að aðhyll- ast efahyggju". Verkið er „málsvörn" og er eftir því retórískt, en er það af fúllum heil- indum ef svo mætti segja. I annan stað sýnir bók Atla svart á hvítu að saga heim- spekinnar verður ekki skilin frá heim- spekinni sjálfri. Ástundun heimspekisögu hvílir ávallt á heimspekilegum forsendum og felur nauðsynlega í sér heimspekilega afstöðu. Vissulega væri hægt að fjalla um tiltekin efni (t.d. efahyggju) án sögulegra skírskotana. En umfjöllunin væri ávallt skilyrt af sögunni og hluti af sögunni. Þannig má benda á að / sátt við óvissuna fjallar ekki einungis um heimspekilega efahyggju og þau verk og höfunda sem hafa haldið henni á lofti, heldur er hún sjálf hluti afhefð efahyggjunnar. Málsókn vissunnar Lögð er talsverð áhersla á að I sátt við óvissuna sé málsvörn. Þá er ekki nema eðlilegt að lesandinn spyrji sig hver hinn málsaðilinn sé. Hver er það sem hefur stefnt óvissunni, efanum og efahyggjunni fyrir dómstóla? Þeim sem goldinn er mestur varhugur eru þeir sem geta ekki hugsað sér að lifa í sátt við óvissuna, eða þeir sem una sér best í sátt við vissuna. Atli vísar til skáldskapar Þorsteins frá Hamri til að bregða upp skýrri mynd af andstæðu efahyggjunnar sem fyrst og fremst er fólgin í „hinum sjálfbirgu svör- um og kokhraustu vissu“ (39). Líta má m.a. til ólíkra trúarbragða, kennisetninga þeirra og valdbeitingar sem dæmi um þetta viðhorf. Er litið er til sögunnar er togstreita efahyggu og trúarbragða bæði sterk og langvinn. Atla tekst afar vel upp að varpa ljósi á það samband allt frá tím- um trúarofsókna sextándu aldar til þeirrar heimsmyndar náttúruvísinda sem dregin hefur verið upp síðustu áratugi (39-67). En það eru ekki skipuleg trúarbrögð sem leggjast hvað þyngst á árar gegn efahyggj- unni. Atli lýsir ástandi samtímans á frekar dökkan hátt og telur að „tíðarandinn sé heldur fráhverfur öllu sem er seinlegt og erfitt" (34). I því er fólgin höfuðástæða þess að efahyggja eigi undir högg að sækja að mati Atla. Samtíminn hneigist til þess að forðast og hreinlega hafna seinlegum og erfiðum tilraunum til þekkingaröflunar sem „mistakast oftar en ekki“ (34). Fólk er miklu frekar tilbúið „að kyngja góðum skammti af þvælu“ að mati Atla (34). Hversu mjög sem lesendum Hugar gæti þótt þetta ekki geta átt við sig þá ætti engu að síður að vera nóg að minnast þess ástands sem einkenndi íslenskt samfélag „fýrir hrun“ sem dæmi um þá þvælu sem var kyngt í stórum stíl. En nú má ekki álíta sem svo að Isáttvið óvissuna sé einungis einhvers konar rétt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.