Helgafell - 01.09.1944, Page 4
162
HELGAFELL
hið nýfengna sjólfstæði landsins, og sýnilega lítur hún þannig ó, og með
réttu, að róttækar umbætur d sviði athafnalífsins verði þar að ganga fyrir
öðru. Hitt hefur ekki komið berlega fram, hvorki í stefnuskrónni né á Alþingi,
hvort stjórninni er það að sama skapi ljóst, að traust atvinnulíf getur þó aldrei
orðið nema undirstaða þeirrar andlegu þjóðmenningar, sem ein veitir oss rétt
til sjálfstæðrar tilveru í augum stærri þjóða. Því fer fjarri, að hér sé að þessu
vikið af þeim sökum, að við vantreystum sérstaklega menntamálaforustunni
innan ríkisstjórnarinnar. En það hlýtur að vekja nokkurn efa um skilning
stjórnarflokkanna á þessum efnum, að þeir virðast, að því er enn verður séð,
ætla sér að búa hlutfallslega verr að andlegri menningu í landinu en nokkru
sinni áður, eins og gleggst má marka af því, að fremstu skáldum og lista-
mönnum þjóðarinnar mun nú ætlað að starfa fyrir árlega lausastyrki, er sam-
svara föstum launum í 15. og lægsta flokki, eftir hinum væntanlegu launa-
lögum, en þau eru einmitt eitt af samkomulagsatriðum hinnar nýju ríkis-
stjórnar.
Skilningur stjórnmálamanna á framtiðarskilyrðum íslenzks sjálfstæðis nær
miklu skemmra en skyldi, takist þeim ekki að átta sig á því nú, þegar menn-
ing vor er stödd á mjög augljósum vegamótum, að svo fráleit aðbúð af hálfu
ríkisvaldsins getur þegar á næstu áratugum leitt til þess, að öll æskileg nýsköp-
un í bókmenntum og listum á Islandi hverfi úr sögunni. Sá erlendi menningar-
heimur, sem vér eigum þegar innangengt í, hlýtur óhjákvæmilega að draga til
sín flesta vænlega hæfileika á þeim sviðum, svo að ekki sé talað um afburði,
frá ríki, sem metur höfuðskáld sín miður en sendisveina í tóbaksverzlun. Því
gæti vel verið svo komið eftir 20—30 ár, að örlátt Alþingi reyndi árangurslítið
að ráða sér hlutgenga rithöfunda og listamenn við ævilaunum, samkv. 18. gr.
endurbættri. Stjómmálamenn vorir verða ennfremur að skilja, að þótt núverandi
ríkisstjórn kæmi í framkvæmd öllum nýsköpunaráformum sínum í atvinnu-
lífinu og þjóðinni yrðu tryggð örugg og batnandi afkomuskilyrði, mundum
vér fyrir það eitt naumast njóta meiri virðingar né athygli umheims-
ins en hvert annað bandarískt Main Street með tilheyrandi Babbittum. Án
stöðugrár og lífvænlegrar nýsköpunar í bókmenntum vorum og listum helzt
oss ekki á sjálfstæðinu, jafnvel ekki að nafninu til, mannsaldrinum lengur,
blátt áfram vegna þess, að aðrar þjóðir, hversu velviljaðar sem þær eru, hafa
ekkert annað við oss að virða en sjálfstæða andlega menningu. Þótt undar-
legt sé, virðist hafa verið reynt að koma þeirri skoðun á framfæri við ná-
komið stórveldi, að slík menning þrífist ekki lengur á íslandi. Til þess benda
þau ummæli, sem stórblöð í Bandaríkjunum höfðu eítir fylgdarmönnum forseta
vors til Washington: að íslendingar hefðu til forna verið þjóð víkinga og