Helgafell - 01.09.1944, Síða 8
166
HELGAFELL
synjunarvald konungs algert gagnvart þeim fáu lögum og ráðstöfunum, sem
Alþingi gat fjallað um.
Sljórnarskráin frá 1874 mátti vel teljast allfrjálslynd á þeirra tíma vísu,
en þún gerði ekki ráð fyrir lýðræði. Að því leyti má segja sama um breyt-
inguna 1903, þótt þingræði væri þá í orði kveðnu viðurkennt. Árið 1874
fengu aðeins tæplega níu af hverju hundraði landsmanna kosningarrétt, en
með breytingunni 1903 komst þessi tala upp í fjórtán af hundraði. Og menn
voru lengi að venja sig á þátttöku í landsstjórninni. Árið 1874 neytti aðeins
rúmlega einn og hálfur af hverju hundraði landsmanna kosningarréttar, en
árið 1903 greiddu atkvæði rösklega fimm og 1908 liðugir tíu af hundraði.
Nú eru viðhorfin mjög breytt til batnaðar um lýðræðislegan kosningar-
rétt og hluttöku almennings í atkvæðagreiðslum, og valda þar mestu breyt-
ingarnar 1915, er konur fengu jafnrétti við karla, og 1934, er kosningarrétt-
ar- og kjörgengisaldur var lækkaður niður í 21 ár. Hins vegar skortir enn
mikið á, að menn hafi tileinkað sér lýðræðið á þann hátt, að þeir láti rekstur
þjóðarbúskaparins nægilega mikið til sín taka. Almenningur hér hefur ekki
enn vanizt því að eiga frumkvæðið á stjórnmálasviðinu. Hitt er algengara, að
flokkar eða einstakir stjórnmálaforingjar hafi málatilbúnaðinn og reyni síðan
á eftir að afla fylgis hjá kjósendum. Þessi venja hefur ýmsa ókosti, sem
ekki verður við unað til lengdar. Enda hverfur hún úr sögunni um leið og
alþýða eykur afskipti sín af störfum flokkanna eða tekur málin beint í sínar
hendur með einhverjum öðrum hætti.
I.
Með stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 urðu mikil tímamót í stjórnarfars-
sögu íslands. Nú hafa allir íslendingar í fyrsta sinn síðan land byggðist jafn-
an og óskoraðan rétt til að ráða öllum sínum málum sjálfir, þar á meðal
réttinn til að velja sér þjóðhöfðingja úr sínum eigin hópi. Það er ekki vand-
séð, að þessum miklu réttindum hlýtur að fylgja mikil ábyrgð og margar
skyldur.
Mér virðist, að ein hin fyrsta skylda okkar við lýðveldið sé að gera því
stjórnarskrá, sem tryggi stöðu þess inn á við og festi það í sessi. Samþætt
þessu er það verkefni að búa þannig að atvinnuvegum landsins, að efna-
hagslegu öryggi ríkisins og pólitísku sjálfstæði sé borgið.
í þeim stjórnskipulögum, sem við höfum haft fram að þessu, eru engin
bein ákvæði um rekstur þjóðarbúskaparins. Hvergi er talað um afskipti
ríkisins af atvinnuvegunum né því gefin bein heimild til að hafa hönd í
bagga með rekstri þeirra, nema hin almenna heimild til skattlagningar.
Kirkjan er eina ríkisstofnunin, sem stjórnarskráin gerir beinlínis ráð fyrir,