Helgafell - 01.09.1944, Side 9
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
167
auk Alþingls. Getið er um dómstóla og minnzt á Háskólann af tilviljun.
Loks er gert ráð fyrir, að ríkið eigi fyrst um sinn einhverjar fasteignir. Þar
með eru upp taldar þær eignir og stofnanir, sem stjórnarskráin nefnir í sam-
eign þjóðarinnar. Framkvæmdin hefur þó orðið önnur. Ríkið hefur haft
ýmsa þýðingarmikla og sívaxandi starfsemi með höndum, og á nú margar
verðmætar eignir. Þótt finna megi stjórnarskrám okkar eitt og annað til for-
áitu, verður ekki með réttu sagt, að þær hafi orðið nýjum og óvenjulegum
framkvæmdum þrándur í götu. Þar sem tvímælis hefur þótt orka um stjórn-
skipulega heimild ríkisvaldsins til að ganga inn á þau athafnasvið, er áður
þóttu sjálfkjörin einstaklingum, hafa dómstólarnir tekið jákvæða, þjóðfé-
lagslega afstöðu, þegar til þeirra hefur verið leitað. Dómstólarnir hafa þann-
ig, bæði beint og óbeint, ásamt Alþingi fyllt og aukið stjórnarskrána og
eiga sinn þátt í þeim stjórnskipulegu meginreglum, skráðum og óskráðum,
sem myndazt hafa hér og nú gilda.
Búast má við, að uppi verði raddir um, að hin nýja stjórnarskrá geymi
allýtarlegar reglur um rekstur þjóðarbúskapar og afskipti hins opinbera af
atvinnuvegum, félags- og menningarmálum. Verður vart hjá því komizt að
fcsta í sjórnarskránni nokkuð víðtækar reglur um þessi mál, en þó einkum
skýrari og jákvæðari en nú er.
Það er sagt, að stjórnarskrá sé samningur borgara landsins um lausn sam-
eiginlegra viðfangsefna. En að baki stjórnarskrárinnar, eða í henni sjálfri,
er annar samningur, sem ákveður, hver mál skuli teljast sameiginleg. Bæði
þessi atriði valda ágreiningi, og má segja, að þau séu kjarni allrar stjórn-
málabaráttu.
Stjórnarskráin er æðstu lög landsins. Þar er að finna meginreglurnar um
aðstöðu einstaklinga innan þjóðfélagsheildarinnar, viðskipti þeirra innbyrð-
is og gagnvart ríkisvaldinu, hinu sameiginlega stjórnartæki allra lands-
manna, og um afstöðu ríkisvaldsins til hinna einstöku borgara og samtaka
þeirra.
Samkvæmt skilningi okkar íslendinga hafa þjóðfélagsborgararnir æðsta
vaídið í öllum málefnum ríkisins. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þessu, þótt
ekki sé sagt berum orðum. Við kjósum sjálfir Alþingi og forsetann, en þess-
ir fuHtrúar okkar skipa síðan ríkisstjórn, embættis- og starfsmenn til að ann-
ast framkvæmdir ríkisins. Þetta er kallað pólitískt lýðræði. í því felst, að
menn hafa tiltekið jafnrétti á stjórnmálasviðinu, hver maður eitt atkvæði
og rétt til að beita því að vild sinni við kosningar. En eins og kunnugt er,
táknar þetta ekki, að hér sé lýðræði í atvinnumálum eða raunverulegt jafn-
rétti um möguleika til afkomu og efnahagsstarfsemi.
Ef menn aðhyllast þann skilning, að pólitískt lýðræði sé tæki til þess að