Helgafell - 01.09.1944, Side 10
168
HELGAFELL
jafna aðstöðu borgaranna og bæta kjör þeirra og réttindi, en ekki takmark í
sjálfu sér, þá er mikils um vert, að almenningur hér á landi leggi þegar í
stjórnarskránni grundvöllinn aS þeirri þróun, sem óskaS er eftir og verSa
mun í næstu framtíS.
Lessi grein er rituS til þess aS vekja þegar í staS athygli á nokkrum at-
r'Sum, sem ég tel æskilegt aS beri á góma, þegar alþýSa manna fer aS ræSa
í alvöru um efni þeirrar stjórnarskrár, er á aS móta fyrstu spor lýSveldisins.
Stjórnarskrár hafa veriS meS ýmsum hætti. Sumar hafa keyrt allt í fastar
skorSur, aSrar hafa veriS losaralegar stefnuskrár. Ég held, aS viS ættum aS
forSast slíkar öfgar, en leitast við að smíða okkur grundvallarlög, sem hefðu
í sér vísi að stefnuskrá, þ. e. að við gerum ráð fyrir tiltekinni, æskilegri
þjóSfélagsþróun og reynum aS marka henni farveg.
Þegar þjóSir setja sér stjórnskipulög í hita mikillar baráttu, ber jafnan
mikið á hranalegri stefnutúlkun hinna sigursælu félagsmálahreyfinga. Þann-
ig voru stjórnarskrár Bandaríkjanna 1787, Frakklands 1791 og Sovét-Rúss-
lands 1918 byggðar á sjálfstæðis- og mannréttindakröfum byltinganna miklu
1776, 1789 og 1917. Hér á landi höfum við þegar uppfyllt allar kröfur hinna
tveggja fyrrnefndu byltinga og meira til. HiS bezta af árangri þeirra
ásamt hundrað ára reynslu okkar sjálfra í vaxandi samtökum og sjálf-i
stjórn verður skrásett ágreiningslaust í hinni nýju stjórnarskrá lýðveldisins.
Hér verður ekki framar deilt um þaS, hvort ríkiS skuli reka og starfrækja
stofnanir og fyrirtæki í sameign þjóðarinnar. Þetta deilumál var útkljáS hér
á laiidi þegar alllöngu fyrir rússnesku sameignarbyltinguna 1917. Nú eru
skoðanir manna aðeins skiptar um þaS, hversu víðtæk sameign þjóðarinnar
skuli vera. Ýmsir hafa viljaS eftirláta hinu opinbera þær stofnanir öðrum
frernur, sem ekki eru arðbærar, svo sem skóla og heilsuhæli o. s. frv. Ég
er eindregiS þeirrar skoðunar, aS okkur muni takast aS tryggja hinu opin-
bera í nýju stjórnarskránni nægilega hlutdeild í arðberandi atvinnuvegum
eða urnráS yfir þeim, til þess aS menningarlíf og velmegun geti haldiS áfram
að þróast hér meS vaxandi hraða. ViS getum gert stjórnarskrá okkar þann-
ig úr garði, aS hún sé í senn áttaviti og stýri þjóðfélagsins, aS hún verði
leiðarvísir um vaxandi framfarir og tryggi jafnframt landinu örugga og sterka
lýSræðisstjórn. Engum mun finnast þetta torskiliS, en sumum kann aS finn-
ast þaS torvelt. En þaS er um þjóðfélagið og stofnanir þess eins og um ein-
st^kiinga, aS viðhaldiS er ekki fólgiS í kyrrstöðu, heldur vexti og þroska.
Stjórnskipunin þarf aS vera sniðin viS vöxt, samkvæmt hinu gamla ís-
lenzka spakmæli: barniS vex, en brókin ekki.
Verkefni okkar er þá í stórum dráttum tvíþætt: