Helgafell - 01.09.1944, Page 11
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
169
1. skjalfesting þeirra réttinda og stjórnarhátta, sem þjóðin hefur vanizt
og hún vill vernda, 2. lögfesting nýrra umbóta.
ViS stöndum að flestu leyti vel að vígi. Við erum orðnir vanir víðtækri
fulltrúastjórn á öllum sviðum. Og lýÖveldi var ekki stofnað hér til þess að
skera í sundur þráðinn á milli fortíðar og framtíÖar, heldur einmitt til hins,
að tengja hinar arfhelgu frelsiskröfur íslendinga raunhæfum efndum kom-
andi tíma.
II.
Hér verða ekki gerS að umtalsefni öll ákvæði hinnar væntanlegu stjórnar-
skrár, og hin gildandi verða heldur ekki rakin. Þess er vænzt, að lesandinn
reyni að verða sér úti um eintak af henni og lesi hana sjálfur. (Hún er prent-
uð í StjórnartíÖindum, en ekki mun þýða aS spyrja eftir sérprentun af
henni í bókabúðum). Þessi stjórnarskrá er 81 tölusett grein auk ákvæða
um stundarsakir. Hún er fremur óskipulega samin, og rituð á slæmri ís-
lenzku. En hún er ekki nema 3179 orð alls, og má því lesa hana alla á
röskum tíu mínútum. Lausleg efnisskipun er þannig: ÞjóSskipulagiS og
skipting ríkisvaldsins (1. og 2 gr.) ; forsetinn, kjör hans og vald, störf og
ábyrgð ríkisstjórnar, ráðherrafundir, ríkisráð o. s. frv. (3—30. gr.) ; skip-
un Alþingis, kjördæmi, kosningarréttur og kjörgengi (31.—34. gr.) ; Al-
þingi (35.—58. gr.) ; dómsvaldiÖ (59.—61. gr.) ; kirkja og trúarbrögð 61 —
64. gr.) ; ýmis ákvæði, einkum um takmarkanir á valdi ríkisins gagnvart
einstaklingum og félögum, stjórnarskrárbreytingar 65.—81. gr.).
Sem dæmi um hirSuleysi þeirra manna, sem um stjórnarskrána hafa
fjallaÖ, má geta þess, að hvergi er minnst á skóla né aSrar alþekktar stofn-
anir, en hins vegar er í 49. gr. enn talað um skuldafangelsi, þótt það væri
úr lögum numið árið 1887.
Mér virÖist, að hin nýja stjórnarskrá ætti að hefjast á stuttum inngangi,
þar sem greint væri, að íslendingar hefðu sett hana til þess að vera grund-
vallarlög lýðveldisins, til að tryggja landsmönnum efnalegt öryggi, póli-
tískt jafnrétti, félagslegt réttlæti, til að efla hamingju og menningu hvers ein-
staklings og til þess að treysta vinsamleg skipti við aÖrar þjóðir.
í fyrstu grein ætti að taka fram berum orðum, að almenningur hafi æðsta
valdiÖ í öllum málefnum ríkisins. Því næst, hve mikiÖ af valdi sínu þjóðin
felur Alþingi, forseta og ríkisstjórn, og til hve langs tíma í senn. ÁkvæSin
um meÖferÖ ríkisvaldsins munu að öðru leyti fara eftir því í aðaldráttum,
hvort haldið verður þingræði í þeirri mynd, sem nú er.
. Skipting ríkisvaldsins í þrjá þætti óháða hvern öðrum, löggjafar-, fram-