Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 12
170
HELGAFELL
kvæmdar- og dómsvald, eftir forskrift Montesquieus, hefur aldrei tíðkazt
hér á landi. Framan af bar mest á framkvæmdarvaldinu, en löggjafarvaldið
hefur nú fengið yfirhöndina. Hér eftir er vart gerandi ráð fyrir ýtarlegri
skiptingu en þeirri, sem núverandi stjórnarskrá hefur. Vald Alþingis er þar
mjög vel tryggt fyrir íhlutun handhafa framkvæmdarvaldsins, og dómsvald-
ið allvel gagnvart íhlutun löggjafans og framkvæmdarvaldsins. Þó mætti
draga skýrari markalínu á milli dómsvalds og framkvæmdar. Hins vegar
mun verða að gera ráð fyrir, að sérstakur kafli stjórnarskrárinnar verði helg-
aður þeim mannréttindum, sem njóta skulu verndar gegn ásælni ríkisvalds-
ins.
í þessum kafla yrðu upp talin þau réttindi, er við höfum haft fram að
þessu, og nýjum bætt við, samkvæmt óskum og reynslu okkar sjálfra. Fyrst
munu koma ákvæði um mannfrelsi, þ. e. vernd gegn hvers konar ólög-
mætri, líkamlegri frelsisskerðingu. Þar má hafa 65. gr. núv. stjskr. til hlið-
sjónar, en gera þarf kleift, að hvers konar skerðing á frelsi heilbrigðra
manna geti sætt úrskurði dómstóla. í sömu grein mætti leggja bann við
dauðarefsingu.
Hér mun og þykja hlýða, að sett sé ákvæði, þar sem sagt sé berum orð-
um, að allir þjóðfélagsborgarar skuli eiga rétt á atvinnu, er tryggi þeim
efnalegt öryggi. Ymsum kann að þykja þetta of róttæk krafa, til þess að
sjálf stjórnarskráin geti tekið hana upp. En ef betur er að gáð, er auðséð,
að þetta væri ekki annað en lögfesting á þeirri viðleitni, sem flestir hafa
verið sammála um, að löggjafi og framkvæmdarvald skuli hafa með hönd-
um. Með öðrum orðum, að hið opinbera búi þannig að atvinnuvegum lands-
ins, að vöxtur þeirra og þróun sé tryggð, bæði til þess að standa straum af
hæfilegri endurnýjun og nýbreytni, og jafnframt til hins að taka við eðlilegri
mannfjölgun og sinna sanngjörnum kröfum almennings um aukin þægindi og
bætt lífskjör. Ég er þeirrar skoðunar, að slíkt ákvæði myndi einmitt verða
til þess að létta af atvinnuvegunum ýmis konar höftum og hömlum, og verða
hvatning til almennings, atvinnurekenda og stjórnmálamanna um aukið
framtak og ábyrgðartilfinningu.
Þetta ákvæði mun ekki eingöngu vernda þá, er stunda launavinnu hjá
öðrum, heldur einnig hina, sem eru sjálfra sinna og stunda þjóðnýt fram-
leiðslustörf, eingöngu eða aðallega með vinnuafli sínu og fjölskyldunnar,
svo sem landbúnað í einhverri mynd, smáútgerð, smáiðnað ýmis konar,
greiðasölu o. s. frv. Verndin af hálfu hins opinbera mun einkum verða fólg-
in í jákvæðri allsherjarskipulagningu atvinnuveganna, en auk þess í verð-
iagseftirliti og löggjöf um öryggishlutfall á milli framfærslukostnaðar og
vinnulauna.