Helgafell - 01.09.1944, Side 13
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
171
Ekki má rugla þessum rétti saman við það ,,atvinnufrelsi“, sem 69. gr.
núv. stjskr. talar um. Hugsun sú, er í greininni felst, þarf að komast að í
nýju stjórnarskránni, þótt í breyttri mynd verði. Fyrst og fremst þarf að
tryggja, eins og nú er gert, að framkvæmdarvaldið géti ekki lagt almennar
eða sérstakar hömlur á atvinnufrelsi manna, en auk þess væri eðlilegt að
búa svo um, að dómstólar geti haft úrskurðarvald um réttmæti þeirra skerð-
inga, sem Alþingi hefur fallizt á. Þá þarf loks að fyrirbyggja með stjórnar-
skrárákvæði, og með löggjöf á grundvelli þess, að einstakir hópar manna
eða samtök, svo sem auðhringar eða stéttarfélög, geti svipt menn aðstöðu
til þess að velja sér atvinnu við sitt hæfi.
Við teljum í 67. gr. stjskr., að eignarrétturinn sé friðhelgur. í þessu á-
kvæði felst það, að persónulegur eignarréttur einstaklinga og félaga nýt-
ur verndar stjórnarskrárinnar, og verður aldrei afnuminn með almennum
lögum. Hins vegar er talið heimilt að takmarka hann á ýmsan hátt til al-
menningsþarfa, t. d. með sköttum og skyldum ýmis konar, enda er gert ráð
fyrir því í stjórnarskránni. Ætla má, að svipað ákvæði verði sett í nýju stjórn-
arskrána, en fyllt á grundvelli innlendrar dómstólavenju. Viðvíkjandi eignar-
námi, leigunámi, og eignarupptöku, er rétt að gera ráð fyrir skýrri lög-
gjöf, almennri og sérstakri. Um ákvörðun bóta virðist vel fært að láta gilda
sömu meginreglur og hingað til.
Stundum er erfitt að greina á milli eignar- og atvinnuréttar einhvers
konar. Því hefur sú venja skapazt hér á landi, að eignarréttur tákni flest
verðmæt réttindi, þar á meðal kröfurétt og afnota, höfundarétt, einkarétt,
o. s. frv. Líklegt er, að flestir vilji láta þessa venju fá staðfestingu í stjórn-
arskránni.
Heppilegast myndi að setja sérstaka grein um höfundaréttindi, þar sem
eignar- og umráðaréttur höfunda, erlendra jafnt sem innlendra, yfir verkum
sínum yrði hliðstæður réttinum yfir annarri framleiðslu.
Upp í þennan kafla þarf ennfremur að taka ýmis önnur réttindi, sem
almenningur hefur notið hér á landi samkvæmt lögum eða venju, ásamt
þeim nýmælum, er samkomulag næst um. Ber þá fyrst að nefna ákvæði um
algert jafnrétti karla og kvenna. Hér er gert ráð fyrir því nýmæli, að kon-
ur fái sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Mun því enn þurfa sérstakt
öryggisákvæði, er tryggi það, að mæður, jafnt giftar sem ógiftar, geti notið
raunverulegs jafnréttis. Einhverjir kunna að rísa gegn þessu, en þetta er
svo mikil sanngirniskrafa, að á móti henni verður ekki staðið lengur.
Framfærslu gamalmenna, sjúklinga og öryrkja verður að annast með
víðtækri, virkri tryggingarlöggjöf. Fyrst um sinn er ef til vill rétt að gera