Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 14
172
HELGAFELL
ráÖ fyrir atvinnuleysistryggingum. Réttarskerðing kemur ekki til mála, þótt
einhver geti ekki séð sér farborÖa vegna veikinda eða annarra óviðráðan-
legra orsaka. Þá mun og þykja sjálfsagt, að stjórnarskráin viðurkenni og
verndi rétt allra borgara til hæfilegrar hvíldar frá störfum með fullum laun-
um, enda hefur þetta áður verið staðfest með löggjöf og venju.
Meðal mannréttinda verður að telja rétt til menntunar. Þann rétt verÖur
að tryggja með almennri skólaskyldu barna og unglinga í opinberum skól-
um. Framhalds- og sérfræðinám alls konar njóti stuÖnings hins opinbera.
RíkiS eigi og reki alla skóla, en styrki skóla og nemendur að öðrum kosti.
Reglur um friShelgi heimilisins, bréfleynd og einkaskjala o. s. frv.,
þyrfti að gera þannig úr garði, að leit á manni, í hirzlum hans utan húss
og innan, kyrrsetning bréfa og annarra gagna sé aldrei heimil nema sam-
kvæmt dómsúrskurði, jafnvel þótt sérstök heimild væri í lögum. Símtöl
og skeyti þyrftu að njóta sömu verndar.
í samræmi við nútímakröfur um samvizkufrelsi verður að ganga út frá
því í nýju stjórnarskránni, að ríki og kirkja verði aÖskilin og trúarbragða-
kennsla verði ekki leyfÖ í opinberum skólum.
Málfrelsi er ein helzta undirstaÖa og trygging lýðræðis. Setja þarf skýr
ákvæði til verndar því. Sérstaklega þarf að banna ritskoÖun, eins og nú er
gert, en jafnframt koma í veg fyrir aðrar hömlur eins og unnt er. Hér á
landi á almenningur fremur óhæga aðstöðu til aS tjá skoÖanir sínar opin-
berlega, þar sem útvarpið er í höndum ríkisins, og hefur ýmsum fræðslu-
störfum að gegna, en blöð eru yfirleitt eign fárra einstaklinga eða stjórn-
málaflokka. Ég hygg, að nauðsynlegt sé að tryggja betur aðstöðu manna
í þessu efni með löggjöf, en auk þess mætti hugsa sér, að sérstakur embættis-
maÖur hefði eftirlit með því, að menn sættu ekki ofsóknum eða óþægindum
fyrir skoðanir sínar. MeS orðinu málfrelsi á ég bæði við rétt og aðstöðu til
að láta í ljós hugsanir sínar og skoÖanir í ræðu og riti og á annan skyldan
hátt. Menn skulu eiga rétt á að senda ríkisstjórn, Alþingi og öðrum opinber-
um fulltrúasamkomum erindi og áskoranir varðandi áhugamál sín og hags-
muna. Fundir og samkomur eru meÖal þeirra tækja, sem menn nota til að
koma skoðunum sínum á framfæri. Þess vegna verður fundafrelsi að njóta
tilsvarandi verndar. En menn verða auðvitað hér eftir sem hingað til að
ábyrgjast orð sín og athafnir fyrir dómi.
Flest af þeim mannréttindum, er nefnd hafa veriÖ hér að framan, munu
lítils virði nema samtakafrelsi sé einnig tryggt. Má vel una við svipuð á-
kvæði og venjur og hér hafa tíÖkazt undanfarið. Þó væri rétt að tryggja
sérstaklega öryggi verklýðsfélaga og annarra þýðingarmikilla hagsmunasam-i
taka almennings, þar á meðal rétt stéttarfélaga til að gera heildarsamninga
um kaup og kjör. Loks verður beinlínis að gera ráð fyrir, aS hagsmuna- og