Helgafell - 01.09.1944, Síða 21
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
179
Þeir, sem hafa tekiS til máls um hina væntanlegu stjórnarskrá okkar,
hafa allflestir lagt áherzlu á að auka þyrfti vald forsetans frá því, sem nú
er. Mér virðist þeir yfirleitt ekki hafa fært nægileg rök fyrir máli sínu til
þess að umræÖum verði haldið uppi á þeim grundvelli. Hér að framan er
ekki gert ráð fyrir, að forseti fái annað vald en það, sem hann hefur í nú-
verandi stjórnarskrá.
Hins vegar eru nokkur atriSi í sambandi við stöðu forsetans, sem þarf-
Íegt getur verið að ræða nánar. Fyrst er þá aðferðin við forsetakjör. Unnt
ætti að vera að finna lýÖræÖislega leið til að tryggja, að forseti hafi fylgi
verulegs hluta þjóðarinnar, t. d. ekki færri en þriÖjung atkvæÖisbærra
manna, eða helming þeirra, er neyta atkvæðisréttar. Ef ekkert forsetaefni
næði tilskildu atkvæðamagni, yrði að fela einhverjum aðila aS kjósa forseta
úr hópi þeirra, er flest fengju atkvæðin, t. d. kjörmönnum, kosnum samtím-
tímis, eða einhverri fyrirfram ákveðinni stofnun.
Sjálfsagt virðist að kjósa sérstakan varaforseta, sem gegni störfum, ef
forseti fellur frá eða forfallast. Sú skipun, sem núv. stjskr. hefur gert á með-
ferð forsetavalds, þegar þannig stendur á, er bæði óviÖkunnanleg og allt
of flókin. Varaforseti eigi sæti í ríkisráði.
Lengd kjörtímabilsins virÖist vera hæfileg fjögur ár. Ekki er nein sérstök
ástæða til að gera ráð fyrir endurkjöri forseta, en þó mætti leyfa sama manni
að gegna embætti tvö kjörtímabil, helzt við nokkuÖ aukinn meirihluta hið
síðara sinn.
NauSsynlegt er að skapa þá festu og virÖingu um embætti forseta, að
hann geti gengið öruggur að starfi sínu. Því væri rétt að endurskoÖa ákvæði
3. mgr. 11. gr. stjskr. og breyta þeim þannig, aS forseta verði ekki vikið
úr embætti nema fyrir landráð eða aÖrar stórfelldar sakir. AS öðru leyti
mætti fara líkt að og greinin gerir ráð fyrir.
ÁSur hefur verið minnzt á synjunarvald forsetans. Önnur ákvæði stjskr.
um framkvæmdarvald hans eru í samræmi við þær venjur, sem hér hafa
skapazt, og má telja, aS landsmenn séu yfirleitt ánægðir með þá skipan.
Enda hefur Alþingi undirstrikað það beinlínis í 2., 11., 13. og 14. gr. stjskr.,
að hið raunverulega framkvæmdarvald sé í höndum ríkisstjórnarinnar og
að hún beri alla ábyrgðina. Vald forseta er þannig formið eitt. Afskipti hans
af löggjafarmálum eru ekki önnur en að undirrita lögin og aðrar hliðstæðar
ráðstafanir.
Starf forsetans getur eigi að síður orðið áhrifastaða, ef rétt er á haldið.
Forseti mun í framtíðinni hafa sér við hönd einkaritara eða sérfróða ráðu-
nauta um utanríkismál og stjórnlagafræði, og getur því myndaS sér skoð-
anir á málunum með aSstoð þeirra, en þarf ekki að vera háður um of túlk-
un stjórnmálamanna. Af slíku lagi myndi leiða aukið sjálfstæði hans gagn-