Helgafell - 01.09.1944, Síða 30
188
HELGAFELL
ingaþörfin hafi ekki hvað sízt komið honum til að semja þessi lóg, þótt því
fari fjarri, að hann hafi verið ágjarn maður. Ég hef aldrei kynnzt listamanni,
sem metorðagirni var eins fjarlæg. Oft hef ég verið að velta því fyrir mér,
hversu miklu meira lægi eftir hann og hversu langt hann hefði komizt, ef
hann hefði haft skapsmuni, atorku og metnað margra miður gefinna lista-
manna, að ég ekki tali um þá auglýsingagáfu, sem sumum þeirra virðist
eiginleg, og harma ég það stundum, er ég les allt skrumið, sem þeir hlaða
um sig í nafni listarinnar, að áróðurstækni þeirra skuli ekki fremur mega
koma að notum við kynningu á framleiðsluvörum landsmanna erlendis.
Áður en ég lýk við skólaárin, vil ég geta þess, að eitt sinn prófaði söng-
kennarinn tónnæmi okkar nemendanna. Kom þá í ljós, að Emil hafði það,
sem Þjóðverjar kalla absolutes Gehör, gat sagt hver tónninn var, án þess að
hafa neinn gefinn tón að miða við. Það kom margt í ljós við þetta gáfna-
próf. Einn nemandinn, sem nú er landskunnur maður, gat ekki greint í
sundur lögin Eldgamla ísafold og Ó, fögur er Vor fósturjörð, er þau voru
leikin á hljóðfæri, hvort á eftir öðru.
Námsgáfur hafði hann frábærar. Það, sem aðrir þurftu að eyða í tíma
og fyrirhöfn, lá fyrir honum sem opin bók. Hann las mikið erlendar bók-
menntir í skóla og gerði það ávallt síðan. Mér þótti hann vera fremur kæru-
laus við námið og gera helzt það, sem hann langaði til. Hann hafði stund-
um ýmsar brellur í frammi í bekknum, teiknaði skopmyndir af kennur-
unum á töfluna og fann upp á mörgu þvílíku, sem vakti hlátur. Á 25 ára
stúdentsafmælinu mætti hann með bekkjarbræðrum sínum við skólaupp-
sögn, svo sem venja er til. Pálmi re\tor ávarpaði þessa gömlu skólabræð-
ur sína nokkrum orðum og hafði orð á því, að bekkurinn hefði þótt nokkuð
óþekkur.
Þegar hann var orðinn stúdent árið 1917, varð hann að velja þá braut,
sem hann ætlaði að ganga. Listin átti hann heilan og óskiptan. En hann
stóð á krossgötum. Tónlistin og málaralistin toguðust á um hann. Hann
hafði teiknað og málað frá því að hann var barn. Myndir hans voru aldrei
innantómar eftirlíkingar. Hann fór þar, sem í öðru, sínar eigin leiðir. Hann
sigldi til Hafnar, stundaði listsögu við Hafnarháskóla og fékkst við að
mála. En brátt sneri hann sér óskiptur að tónlistinni. Hann var í Höfn til
1920, fór síðan til Þýzkalands og stundaði tónlistarnám í Leipzig og Dres-
den í fjögur ár. Síðan kom hann hingað heim og dvaldi hér í Reykjavík
nær óslitið upp frá því.
Aðalstarf hans lá á sviði tónlistarinnar. Fyrstu árin eftir að hann kom
heim, var hann ávallt kallaður Emil Thoroddsen píanóleilian. Hann var þá
kunnastur fyrir píanóleikinn. Hann hélt opinbera hljómleika hér í bænum
og síðar lék hann oft í útvarp, eftir að það tók til starfa. Þess varð stundum