Helgafell - 01.09.1944, Page 34
192
HELGAFELL
Árið 1935 veiktist hann af berklum, varð að dvelja langdvölum í sjúkra-
húsum utanlands og innan, og varð aldrei heill heilsu upp frá því. Þó urðu
þessi síðustu ár að mörgu leyti hin frjósömustu í ævi hans. Ég leyfi mér
að taka hér upp kafla úr ágætri minningargrein um hann eftir Valtý
Stejánsson ritstjóra:
,,Þessi síðustu ár hans urðu á margan hátt þau ríkustu í ævi hans. Á
Vífilsstöðum kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Áslaugu Bjarnadóttur.
Hún skapaði honum fallegt og hlýlegt heimili. Hann vann þessi ár meira
en heilsa hans leyfði. Áður hafði hann fengizt við að staðsetja og lagfæra
leikrit fyrir leiksýningar hér. Og skopleiki samdi hann hvern af öðrum.
Þeir báru annan blæ en menn eiga hér að venjast. Þar voru skoplegar
hliðar manna og þjóðlífs leiddar í ljós án smásmugulegrar meinfýsi. Yfir
öllu, sem hann lét frá sér fara, hvort heldur var í bundnu máli eða óbundnu,
var hin sama háttvísi sem yfir allri framkomu mannsins. Hann leit á mann-
lífið og samferðafólkið af sjónarhóli hins víðsýna gáfumanns. En honum
var áberandi í nöp við þá menn, sem reyndu að sýnast meiri en þeir voru,
reyndu að tildra sér hærra en hæfileikarnir leyfðu þeim, á kostnað ann-
arra. Þetta var honum andstyggð, enda var það ákaflega fjarri allri skap-
gerð hans.
Yrði hann ekki var við neinn uppskafningshátt, var hann mildur og
sanngjarn í dómum sínum. Velvildin skein út úr hverri línu hans, þegar
hann fann, að menn lögðu sig fram af einlægni og áhuga og ætluðu sig
ekki meiri menn en þeir voru“.
Ég gat þess í upphafi þessarar greinar, að hann hefði verið fjölgáfað-
ur listamaður. Ég hef hér haldið mér aðallega við þær hliðarnar á hon-
um, sem að tónlistinni snúa. Um störf hans á öðrum sviðum verða mér
tærari menn að dæma. Hann skrifaði um nokkur ár tónlistardóma í Morg-
unblaðið. Hann leysti það verk einkar vel af hendi, eins og vænta mátti af
honum. Eitt sinn reis einn listamaðurinn, sem taldi sig hafa fengið þungan
dóm fyrir söng sinn, upp til andmæla í einu dagblaðinu. Hann vildi hefna
sín á Emil með því að ráðast á fjölhæfni hans. Hann byrjaði því greinina
eitthvað á þessa leið: Listamaðurinn (þ. e. Emil) rís úr rekkju einn morg-
un og spyr sjálfan sig: Hvað er ég í dag ? Tónskáld ? Píanóleikari eða list-
dómari ? Eða er ég leikritaskáld eða er ég í dag eitthvað annað ? — Öllum
var ljóst, nema sjálfum greinarhöfundinum, hversu gjörsamlega hann missti
marks með þessu, því að allir vissu, að Emil var allt þetta og skaraði fram
úr í öllum þessum greinum. Að mínu áliti hafði Emil hlotið snillingsgáf-
una í vöggugjöf. Hann var ,,gení“.
Baldur Andrésson.