Helgafell - 01.09.1944, Side 38
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON:
Einum kennt - öðrum bent
Lagt út af Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar
I. YFIRLIT
Homstrendingabók heitir rit um
Hornstrandir, er út kom nokkru fyrir
jólin. Höfundur Þorleifur Bjarna-
son kennari. Utgefandi Þorsteinn M.
Jónsson, Akureyri. Hún er 324 blað-
síSur, leturflötur 18x10,8 sentímetrar.
Pappír góSur. Prentun einsog gerist og
gengur. Innhefting þaS óvenjuleg, aS
blöSin detta ekki upp úr bókinni,
meSan maSur les hana. Kápan smekk-
leg. Prentvillur fullt svo margar og
almennt tíSkast á landinu okkar.
Efni bókarinnar skipar höfundur-
inn niSur á þessa leiS :
Fyrst er stuttur Formáli, sem gerir
grein fyrir mótun ritsins og útgáfu og
þakkar hjálpendum. FrásagnarmáliS,
sem á eftir fer, skiptist í þrjá bálka.
Þeir heita Land og líf, Baráttan ViS
björgin, Dimma og dulmögn. Þar á
eftir koma Heimildir, þá Registur
nafna, þar næst Registur hluta og at-
hafna, síSan Myndir og \ort og loks
Efnisyfirlit. í bókinni eru 44 myndir
og landabréf af Hornströndum, teikn-
aS af Jóni Hróbjartssyni kennara á
ísafirSi.
Hver bálkur greinist í svo og svo
marga kafla.
Fyrsti kaflinn í Landi og lífi heitir
Á hala veraldir og er 13 blaSsíSur.
Hann segir frá landslagi á Hornströnd-
um. Þá koma Vörðubrot, 17 bls. Þar
er stiklað stórum á fáeinum atriÖum
í sögu byggðarinnar. Næst eru Sam-
göngur og viðskipti, 11 bls. Þar á
eftir Til lands og sjávar, 15 bls., aðal-
lega um atvinnuvegi og atvinnuhætti
Hornstrendinga. Að því loknu taka
við Menning og menningarhœttir, 20
bls., er lýsa húsakynnum, lífsvenjum
og því um líku. Og að endingu ”Hi8
mikla geymir minningin“, 39 bls.
Það er æfiágrip nokkurra atkvæða-
manna í héraðinu.
Baráttan við björgin byrjar á Fugl-
inn kemur að, 8 bls. Því næst Á brún,
35 bls. Svo kemur Fuglinn bfóur, 38
bls., og loks Hönd bjargsins, 25 bls.,
er hermir frá hjátrú á björgin og slys-
förum.
Bálkurinn Dimma og dulmögn hef-
ur að upphafi Forspjall, 8 bls., en síð-
an eru ÞjóÖsögur og þœttir, 85 bls.,
samtals 56 sögur.
Af þessu yfirliti má sjá, hversu mik-
ið rúm höfundurinn skammtar hverju
frásagnarefni. En það sýnir aftur, að
Hornstrendingabók á það sammerkt
öllum öðrum sýslupistlum, sem út
hafa komið í bókarformi í seinni tíð,
að hún er engin heildarsaga héraðs-
ins, heldur aðeins sundurlausir þætt-
ir, mestmegnis um 19. og 20. öldina.
Fyrir höfundinum mun ekki heldur
hafa vakað annað meira en að bregða
upp fyrir væntanlegum lesendum
nokkrum myndum úr lífi og stríði
þessara útkjálkasveita á hala verald-