Helgafell - 01.09.1944, Page 39
EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT
197
ar. Langýtarlegust er frásögn hans af
siginu í Hornbjarg og Hælavíkurbjarg,
enda munu þessar glæfraferðir sérstak-
lega einkenna lífsbaráttu Hornstrend-
inga frá brauðpuði flestra annarra
landsmanna.
II. SKALLAR.
Allar bækur eru góðar. Og allar
bækur eru vondar. Engar bækur eru
allar góðar, og engar heldur allar
vondar. Allar bækur eru bæði góðar
og vondar eða vondar og góðar.
Þetta megin mannlegrar getu og
mannlegs vanmáttar hefur að sjálf-
sögðu sniðið Horstrendingabók þann
búning, sem hún birtist í. Ég tel það
til dæmis ærinn ljóð á slíku riti, þó
að það sé ekki hugsað sem héraðs-
saga, að þar er mjög fáum verkefn-
um gerð svo greinileg skil, að ekki
þyrfti að vinna þau upp að nýju, ef
skrifuð yrði saga Hornstranda eða
Norður-ísafjarðarsýslu. Víða stafa
þessir skallar í frásögninni ekki afsniði
bókarinnar, því síður heimildaþurrð,
heldur af skorti höfundarins á ná-
kvæmni og skilningi á verki því, sem
hann hefur tekizt á hendur. Ég skal
nefna nokkur dæmi þessu til skýring-
ar.
í lýsingunni. á sjóbúðunum í Skála-
dal á bls. 51 er t. d. ekki getið um
stærð búðanna, ekki minnst á birtu-
gjafa, ekki lýst dyrum og dyraumbún-
aði, ekkert orð um búðagólfin, ekki
sagt frá gerð rúmstæðanna, ekki
greint frá rúmfatnaði vermanna, þag-
að um það, hvar þeir höfðu sjóföt sín,
þegar í landi var legið, o. fl. o. fl.
,,Framan af var oft langróið úr
Skáladal, meðan fiskur gekk ekki á
grunnmiðin. Haldið var niður á Kög-
ur, Hlíðar og Kóp . . . Þetta geta
verið góð vísindi fyrir þá, sem til
þekkja á þessum leiðum. En allir hin-
ir eru litlu nær. Þeir finna að vísu
Kögrið á kortinu. En hvar eru Hlíð-
ar ? Og hvar er Kópur ? Þau sjást þar
ekki og eru hvergi nefnd í bókinni
nema í þessari einu setningu. Höf-
undurinn virðist hafa gleymt þarna
þeim megintilgangi bóka, að þær eru
ekki ritaðar handa þeim, sem vita,
heldur hinum, er ekki vita. Og hon-
um sýnist einnig hafa sézt yfir það,
sem þó ætti að liggja höfundi í augum
uppi, að bækur eiga að vera svo full-
ar, að ekki þurfi að leita til annarra
heimilda til þess að skilja þær, nema
sérstaklega standi á. Margan myndi
auk þess fýsa að vita til að geta gert
sér glöggva grein fyrir því, hve lang-
róið var frá Skáladal, hversu fiski-
mið þessi eru langt undan nefndum
stöðum. En það dýpkaði aftur skiln-
ing lesandans á lífserfiði Stranda-
manna.
Þá segir á síðu 52: ,,Fiskur gekk
stundum seint á grynningar með
björgunum . . . .“ En hvenær gekk
hann ? spyrja hnýsnir lesendur. Og
hver og hvar voru helztu grunnmið-
in ?
Meðferðinni á fiskinum í Skála-
dal er svo lýst á bls. 51—52: ,,Þorsk-
urinn, sem veiddist, var saltaður til
sölu, en steinbítur og lúða hert til
matar, auk þorskhausanna, sem allir
voru hirtir." Hér langar mann að vita
til samanburðar við önnur útróðrar-
pláss, hvort fiskurinn var saltaður í
stafla á bersvæði, í þartilgerðar toft-
ir, byrgslur eða ílát, og hverskonar,
því að allt hefur þetta tíðkazt her a
landi. Og hvernig var um herzlu þess,
sem hert var ? Var það hert á görðum,