Helgafell - 01.09.1944, Side 41
EINUM KENNT
miklu meiri stílhæfileika en almennt
gerist. Hann hefur og allnæmt pers-
ónuauga, og sumar persónulýsingar
hans eru mjög vel sagÖar. Þartil vil
ég nefna kaflann Hið mikla geymir
minningin, sem ég held aÖ mér þyki
bezti þáttur bókarinnar. Hann hefur
einnig töluverða tilfinningu fyrir form-
um. Hann kann þá íþrótt að láta at-
burðina hreyfast á blaðsíðum bókar-
innar. Hann hefur lag á að gera lítil
atvik að sögulegum viðburðum, án
þess að þeyta úr þeim æfintýralegar
flautir. En þetta tvennt, að gefa at-
burðum líf og gera smámuni að sögu-
legum tíðindum, er svo sjaldgæft í
sagnaritun vorri, að íslenzkir lesend-
ur halda enn í dag, að allt sé lygi,
sem ekki er dautt og lágkúrulegt í
frásögn. Stíll hans er þróttmikill og
töluvert upphafinn. Þó er hann enn
sem komið er fyrirgangsmeiri en hvað
hann er hittinn. Auk þess er sú feyra í
frásagnarlist höfundarins fyrir minni
stílkennd. að honum tekst einhvern-
veginn ekki að ná nægilega djúpum tón
í frásögnina. Það sýnist vanta í hann
mystikina, leyndardómana, vatnanið-
inn bak við fjallið. Þetta er reyndar
eitt af skorpnunareinkennunum, sem
úthygli þjóðfélagsóreiðunnar hefur
leitt yfir mannfólkið. Þessi vöntun
höfundarins á sér þó efalaust fleiri or-
sakir. Að einhverju leyti mun mega
rekja hana til slæmrar byltu, sem hann
hefur orðið fyrir á ritbraut sinni.
Hann hefur lent í því stílslysi að
verður undir vissum ,,módernismum“
hinna síðustu ára og það svo hrapal-
lega, að spillt hefur verki hans til nær-
fellt óþolandi lýta.
Þessa tegund ,,módernismanna“,
sem orðið hefur höfundi Hornstrend-
ingabókar að fótakefli, hef ég kallað
- ÖÐRUM BENT 199
upps\ajningu. Það er kvenkynsorð
og beygist eins og kerling. Uppskafn-
ing getur birzt í ýmiskonar myndum.
Þingeyska uppskafningin, sem er að
mestu af þjóðlegum rótum runnin,1
er t. d. mjög ólík þeirri uppskafningu,
er hér um ræðir og er úr útlendum
toga spunnin. En einkenni allrar upp-
skafningar í rithætti er hofróðulegt
tildur og tilgerð, skrúf og skrumskæl-
ur, í hugsun, orðavali og samteng-
ingu orða.
Fyrir liðugum áratug mátti kannski
líta á hina nýju uppskafningu sem
virðingarvert stref til að yngja upp
mál og stíl, sambærilegt því í bygg-
ingarlistinni, sem reisti hér á landi
kubbahúsin með togargrindverkinu og
gluggaborunni efst á veggnum, jass-
inum í músikinni og hinu þráláta
stillubeini í myndlistinni með karfa á
borði og könnu á stól, sem allt naut
í þá daga nærri guðrækilegrar aðdá-
unar, en var samt sem áður málandi
innantómleika-teikn, þar sem ris and-
ans er fokið ofan af kúnstverkinu.
En mig undrar freklega, að augu
höfunda skuli ekki enn hafa opnazt
fyrir því, að þessi tilraun hefur ann-
arsvegar mistekizt, en á hinn bóginn
verið svo hræmulega misnotuð, að
hún hljómar eins og skopstæling á
mennskra manna máli og það því
fremur, að sumt af þessu er ekkert
annað en klaufalegar útleggingar úr
dönsku ,,í allri reisn sinni.“
Uppskafningin er íburðarmikill
klónabúningur, sem höfundar bregða
yfir sig, þegar þá langar til að taka
sig sérstaklega ,,kúnstneriskt“ út á
sýningarsviðinu og gerast þá skáld-
1 Er þó kannski að einhverju leyti áhrif
frá norsku.