Helgafell - 01.09.1944, Page 43
EINUM KENNT
ÖÐRUM BENT
201
valiÖ til þess að tákna gnýinn í haf-
ísnum, og þaraðauki er náhljóð í óeig-
inlegri merkingu farið að verða eitt af
þessum slitnu orðum, sem óðum nálg-
ast lágkúru eða þegar hafa náð því
menningarstigi. Sjá um hana í næsta
kafla!
Fleiri dæmi:
Einangrun úiJiurinnar og mis\unn-
arleysi vetrarins í samleik við um-
hverfi sækir þrotlaust á Veiligerðar
taugar VannœrÖrar \onu .... (bls.
79). Svona íburður er slæmur sam-
úðarvekjari.
Fólkið . . . nýtur á ný sóltöfra vor-
dagsins og œfintýralegra litbrigÓa
umhverfisins (bls. 145). Ennfremur
eru ,,töfrar“ eitt af þessum ólánssömu
skáldaorðum, er sætt hefur svo mikilli
nauðgun í seinni tíð, að maður er far-
inn að blygðast sín, ef maður þarf að
grípa til þess í neyð. Það sýnist sigla
hraðbyri inní návatn lágkúrunnar.
Og svo koma:
.......torfœrur langrar hillu og fram-
runninna gilja (bls. 173). Nafnorð
með fjögur eignarföll í eftirdragi.
Þessi viðhafnareignarföll verka sér-
staklega kátbroslega, þegar orðasam-
böndin tákna eitthvað ósköp hvers-
dagslegt:
. . . fyrstu fisfyar vorsins (bls. 52).
Þau (bæjargöngin) voru . . . venju-
lega mjög lek, svo að ausa varð vatni
í fötuna úr þeim í rigninga og leys-
ingadögum Vorsins (bls. 60). Svona
málsgrein orkar á mig eins og van-
skapnaður. Hún segir frá skelfing
hversdagslegu ómenningarástandi: lek-
um bæjargöngum, sem vatninu er aus-
ið út úr í fötu. í fyrra hluta málsgrein-
arinnar er sagt frá þessu á ósköp al-
gengu máli, næstum fyrir neðan virð-
ingu bæjarganganna, þó að aum séu.
En í síðari hlutanum reigist hún upp í
kirkjulegan hátíðleik og það án þess
að nokkurt helgilegt teikn sé merkjan-
legt á göngunum eða vatnsaustrinum,
og svo verður að misbeita forsetning-
unni f til þess að koma kúnstverkinu
upp á senuna: í rigninga og leysinga-
dögum vorsins. Segir nokkur maður:
í sólskinsdögum. í snjókomudögum ?
......oftast fengu þau (börnin) að
ganga frá síðusíu rjómasþánum trog-
anna (bls. 61).
Fyrstu egg vorsins......(bls. 126).
Afturámóti verður þessi orðaskipun
oft og einatt mjög stirðbusaleg og
hrynjandin hnúskótt og óviðfelldin,
þegar eignarfallsorðin bæta við sig á-
kveðna greininum í fleirtölu:
.... selir, sem syntu með löndum
ví\nanna (bls. 55).
. . . slývaxnir steinar grýttrar fjör-
unnar og þangivaxnir steinar sþerj-
anna’ (bls. 56).
í landlegum vorvertíðanna (bls. 59)
. . . gafst bœndum víþnanna nokk-
ur tími til ýmissa starfa við heimilið
(bls. 156).
. . . getur hitinn orðið mikill og
aukið döþþva veðurbarinna útiandlita
brúnamannanna (bls. 165).
Þarna lesta sig í einni doru þrjú
löng orð í eignarfalli og án samteng-
ingar. Og ekki prýðir það halarófuna,
að eitt endar á inna og annað á mann-
anna. Ég finn til köfnunaraðkenning-
ar af að fá svona útilátna eignarfalla-
glás ofaní mig í einni gleypu.
Það er þessvegna ekki nein uppgerð,
að mér finnst einsog böggull hrökkvi
frá brjóstinu á mér, þegar höfundur-
inn kemst svona bláttáfram að orði a
1 Endurtekningin: steinar: steinar í sömu
setningunni er lágkúra.