Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 44
202
HELGAFELL
bls. 185, þar sem efnið gæfi þó á-
stæðu til skáldmannlegri átaka: ,,Það
bárust fáar fregnir úr víkunum við
björgin“, í staðinn fyrir þetta venju-
lega: . . . úr uí/jum bjarganna.
Ég hefði að sjálfsögðu ekki gert
þessa eignarfallsnotkun höfundarins
að átöluefni, ef henni hefði verið stillt
í hóf að venjulegum hætti og beitt af
smekkvísi. En í bók hans morar svo
af þessari ónáttúru, einsog ég hef þeg-
ar vikið að, og leitar oft út í svo ó-
smekklegum myndum, einsog mörg
dæmin hér að framan sýna, að það
stórspillir verkinu og gerir það að
minnsta kosti fyrir minn smekk þreyt-
andi lestrar. Tvær blaðsíður, teknar
þar sem ég opnaði bókina af tilviljun,
vil ég nefna þessu til sönnunar. Ábls.
165 standa 16 slík eignarföll og hljóða
þannig:
Hvöss ne/ fuglahausanna....
. . . háls og bal? burSamannsins. . . .
. . . hlaupa undan þunga byr<5arinnar
. . . upp úr hrúgaldi efra liþamans. .
. . . riþi bjargsins. . .
. .•. svipti félaga þeirra og afþvœmi
þeirra lífi.
. . . í Miþgarbi bjarganna. . . .
. . . kynntist . . . árásum þessara
strandhöggsmanna. . . .
. . . vel varinn fyrir árásum þeirra. .
og byssuhöglum þeirra. . . .
. . . í hœttur bjarganna
. . . þéttbýli þessara fuglaheimþynna.
. . . þrfósþ_a þessara langsigafyglinga
gegn hœttum bjarganna. . . .
í þessum fuglaheimkynnum bjarg-
miðgarðanna. . . .
Á bls. 170 eru þau 21 og vantar þó
8 línur á, að síðan sé full:
. . . af illvœttum bjargsins.
. . . ímyndun liðinna kynslóSa. . . .
hrikaleg hamravígi bjarganna
bústaÖir trölla og óvœtta.
Dulmögn bjarganna. . .
. . . í ferlegum höndum þessara regin-
afla.
. . . af biturri sþálm grárrar loppu —
hendi bjargsins. . .
ásœlni mannanna. . .
í ríþi þess.
. . . postuli íslenzkrar alþýðu. . .
niður frá helgidómi tignar sinnar. . .
gegn dulmögnum náttúrunnar. . .
. . . í krafti helgi sinnar og gu&legs líf-
ernis. . .
. . . illþýÓi bjarga.
. . . illþýði þeirra. . . .
í endurminningum fólksins. . . .
. . . gegn helgum boÓum heilags Guð-
mundar. . .
. . . bústaÖur trölla og óvœtta.. . . .
. . . yfir dali bjargsins. . . .
. . . isköldum augum tortimingarinn-
ar. . , .
Þessi 37 eignarföll hér að ofan hef
ég ekki tilfært af þeirri ástæðu, að
ég telji þau öll óþörf eða ósmekkleg,
h.eldur til að sýna, hve höfundinum
hættir við að ofhlaða stíl sinn þessari
setningagerð og gera hann þarmeð til-
gerðarlegan, stirfinn og tilbreytinga-
snauðan.
Þessi eignarfallaárátta sýnist meira
að segja hafa vélt svo um málvit höf-
undarins, að honum virðist alveg hul-
ið, að hann lætur eignarfallið að
minnstakosti á einum stað tákna allt
annað en hugsanlegt er að það geti
táknað samkvæmt lögum málsins.
Þessir töfrar ná valdi á penna hans
á bls. 175. Þar segir svo:
. . . þaktir iðandi mergð svartfugla,
sem ekki þekktu hczttur VeiSimanns-
ins eða veiÓistangarinnar.
Að skaplegu máli geta ,,hættur
veiðimannsins eða veiðistangarinnar“