Helgafell - 01.09.1944, Page 47
EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT
205
ingur þess í tunguna hefur valdið svip-
uðum ærslum í hópi ritenda og pissi-
dúkkurnar ollu á sínum tíma hjá litlu
börnunum.1 SíSan hefur fjarrænu-
pissudúkkan leikiS mörg áberandi
hlutverk í nýrómantík víSernanna.
Tíkin á baSstofumæninum rekur upp
fjarrænt gelt í spurn sinni í rökkri síS-
sumarsins. Kisa situr á bæjarkampin-
um, stolt í reisn sinni, og virðir fyrir
sér nýútsprunginn skarifífil, fjarrænan
í draumi sínum í hvítum þokum vors-
ins, ofar mannlífi og tjáningu. Kom-
pleksína Kyndraum starir fjarrænu
augnaráði í innhverfri dulúð á sól-
bitna elskendur fjarlægðarinnar, þartil
það er einsog líkami hennar leysist
UPP og hverfi útí víðerni dagsins. Dag
einn um miðaftansbil sitja þau tvö
uppí hlíðinni og horfa með dul í aug-
um á tvö hvít ský út í fjarrænum víð-
ernum loftsins. Og það var tungl og
lambær í haga. Og svo líður upp af
þeim með fjarræna tjáningu í augum,
og þau leysast alveg upp og samein-
ast hvítum gufum fjarvíddanna, ofar
goðsögn og tjáningu annars heims.2
Fjarrænu-pissudúkkan pissar ekki
lengur rómantík víðernanna. Hún er
orðið blöðrusprungið, útslitið skran,
komin í ruslaskrínu lágkúrunnar.
Fjarrænn varð að uppskafningu, er
farið var að misbrúka orðið til stíl-
punts í þeim stöðum, þar sem náttúr-
legra málfar hefði verið fjarlægur eða
önnur merkingaskyld orð af alþýðleg-
um toga spunnin. En í lágkúru, sem
verkar kátbroslega, breyttist það enn-
1. Pissidúkkurnar voru leikföng, sem feng-
ust hér í búðum veturinn 1942 til 1943 og vöktu
óskaplega hrifningu hjá börnum.
2. Þessar setningar frá orðinu ,,nýróman-
tík víðernanna“ eru endursagðar uppúr bók-
nienntum síðustu ára.
fremur, þegar tekiS var að beita þess-
ari sundurgerð í hófleysu.
Nú uppá síðkastiS hafa ýmsir ver-
ið að baslast við fjarrænn í staðinn
fyrir hið gamalkunna orð rómantískur.
Það er ein af þessum fötluðu útlegg-
ingum, sem aðeins getur þénað fyrir
nokkur merkingabrigði útlenda orðs-
ins, en er vanmegnugt að ganga er-
inda þeirra allra. Enginn myndi á-
ræða að segja fjarrænt landslag, fjar-
rænt kvæði, fjarræna stefnan, nema til
að draga dár að sjálfum sér. Yfir þessi
merkingabrigði og ýmis fleiri yrði því
að leita uppi önnur orð í staSinn fyr-
ir rómantískur, ef ætti að útskúfa því
úr íslenzku máli.
ÞaraSauki vantai sjálft höfuðið ot-
aná sköpunina. Það er semsé ekki
hægt að mynda nothæft nafnorð af
fjarrænn, er komið gæti í staðinn fyr-
ir rómantík. Nafnorðsmyndina yrði
þessvegna að endursegja með orði af
öðrum stofni en fjarrænn eða að grípa
til þess vandræðaráðs að ,,umrita“
hana með svo og svo mörgum orðum.
En að taka upp slíkar ”umritanir“ í
staS hnitmiSaðra orða, — þaS er aftur-
hvarf til villimennskunnar. ÞaS er
stofníslenzka.
Nánar sagt: í staðinn fyrir þessi tvö
gamalkunnu og tiltæku orð róman-
tískur og rómantík yrðum viS að
bögglast með svo og svo mikinn fjölda
orða af sundurleitum stofnum eða
gefa okkur á vald frumstæðum ,,um-
ritunum“. En þetta hvorttveggja er að
böðlast á móti þróunarstraumi tungn-
anna, þvíað hann hnígur allur í þá
átt að fækka orðamergðinni yfir sama
hugtakiS og taka upp orð eða fjölga
merkingum orða fyrir umritanir. ÞaS
eru búvísindi málanna.
Hér hefur sem oftar hégómlegt