Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 48
206
HELGAFELL
málstref lagt á menn óþarfa heilabrot
og vinnutafir. Orðin rómantískur og
rómantík eru orðin álíka íslenzk og
álíka samgróin íslenzkri tungu sem
pólitískur og pólitík. Öll taka orð þessi
íslenzkri beygingu, eru liðleg í með-
förum, fljóttæk til notkunar, hafa
næstum sjálfvirkan samtengingahæfi-
leika og losa menn við tafir af leit að
svo og svo miklum fjölda orða úr ýms-
um áttum.
Með pólitík myndum við síðan sam-
sett orð í því skyni að tákna stjórn-
málaskoðanir hinna mismunandi póli-
tísku stefna eða flokka, í staðinn fyrir
að eltast við aðra orðstofna til þess að
skeyta við heiti stefnunnar eða flokks-
ins. í notum þessara vinnubragða höf-
um við alltaf á hraðbergi orð einsog
íhaldspólitík, framsóknarpólitík,
kratapólitík, sósíalistapólitík o. s. frv.
Eins getum við notað rómantík og
sagt: landslagsrómantík, ljóðaró-
mantík, miðaldarómantík o. s. frv.
En ef við girnumst að marl^a póli-
tísku stefnurnar sérstaklega eða leggja
áherzlu á einhverja eiginleika þeirra,
þá leitum við stundum annarra orða
og veljum stefnunum annað heiti, er
við teljum bregða skærara ljósi yfir
þessa eiginleika eða svala betur til-
finningum okkar.
Áþekk tilbrigði er okkur einnig í
lófa lagið að færa okkur í nyt, ef við
viljum skerpa einhverjar ákveðnar
merkingar í orðunum rómantískur og
rómantík, þóað við tíðkum þessi gam-
alkunnu og þjóðgrónu orð þar fyrir
utan að öllum jafnaði. — Það eru eng-
in frambærileg rök gegn rómantískur,
að unglingakjánar nota það oft í stað-
inn fyrir skáldlegur, hrífandi, unaðs-
legur o. fl. Ættum við að útskúfa orð-
unum fyndinn, hrörlegur, klökkur o.
fl. vegna þess, að þau hafa hlotið svip-
aða útreið í munni „íslenzkrar æsku“ ?
IV. LÁGKÚRA.
Þó að höfundur Hornstrendingabók-
ar geri sér mjög far um að halda stíl
sínum til hoffmannlegrar glæsimenn-
sku, hefur honum ekki lánast að stýra
hjá þeim auðvirðileik í rithætti, sem
hér verður kallaður lág/^úra. Honum
ber þar að sönnu sú afsökun, að með
þessum lýtum hafa flestar bækur ver-
ið skrifaðar á Islandi, síðan fornbók-
menntunum lauk, sem þó eru ekki
með öllu lágkúrufríar. Lágkúran er
því gamall og mjög þrálátur kvilli í
bókmenntum fslendinga, en orsök
hennar er það sálarástand höfund-
anna, sem kallað er menningarleysi.
Þessir kalblettir í sálarlífi þeirra,
er bækur rita, eru aftur aðeins litlar
skellur í miklu víðáttumeiri menning-
arauðnum. Það er menningarleysi og
lágkúruskapur þjóðlífsins, þessi fjósa-
mennska í þjóðarsálinni, sem einangr-
un og örbirgð margra alda hefur gert
að okkar innra manni.
En þá lágkúru, sem hér um ræðir,
má einkenna sem lágkúrulegt og svip-
laust málfar yfirleitt. Þar í eru fólgin
klaufaleg orðaskipun, kauðst orðalag
og kauðskar orðmyndir,1 ónákvæm og
geigandi beiting orða, linjuleg orð og
orðasambönd, þar sem þróttur hæfir
betur, fábreytilegur orðaforði, endur-
tekning sömu atkvæða, orða, orða-
sambanda og setningaforma meðstuttu
millibili, þegar ekki er um mælsku-
snilld eða listrænar nauðsynjar að
ræða, hljómlaus og ruglingsleg hrynj-
1. Sbr. t. d. ,,úr handraðanum“, ,,landið
okkar“, ,,bærinn okkar“, ,,ku“.