Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 50
208
HELGAFELL
háljlausum steinum úr vegi — (bls.
174).
í Kjarnasvík hefur löngum verið
reki mi\ill, og þar var rekinn svo mi\-
ill, að . . . (bls. 280).
Allt í einu hrökk hann viÖ, sneri sér
viÖ (bls. 280).
SpurÖi GuÖni hann þá einslega,
hver það hefÖi verið, er hann rak svo
harkalega út um kvöldið. SagÖi GuÖ-
mundur þá, að hann mundi hafa orð-
ið þess var, er þeir sátu á trénu við
ána, að sér hefÖi skyndilega brugðið.
HefÖi hann þá allt í einu séð Þorstein
bróður sinn, er haldið hefÖi heim, að
bænum og hefÖi hann þá flýtt sér
heim, því að búizt hefÖi hann við, að
hann sýndi einhverjar glettur; væri
hann því vanastur af honum, þótt
skyldur sér hefÖi verið. SagÖi Guð-
mundur, að einn vetur hefÖi hann
heilan mánuð séð Þorstein bróður sinn
í nautahlöðunni, þegar hann var að
láta í laupana á morgnana. Kvaðst
hann ekki hafa skipt sér neitt af
honum lengi vel, þrátt fyrir smáglett-
ur hans, en að lokum hefÖi sér leiðst
skælur hans og geiflur og orðið skap-
fátt. SagÖist hann þá hafa lesið yfir
honum og orÖiÖ all þungorður (bls.
281). — Þessi klausa er 8 málsgrein-
ar. Af þeim hefjast 7 á sögn. Níu sinn-
um kemur fyrir viðtengingarhátturinn
hefÖi. Auk þessa eru ýmsar aðrar lág-
kúrur, eins og skáletrið sýnir.
Þegar Finnur var ungur. lagÖi hann
hug á Margrétu (bls. 282). í þriðju
línu fyrir neðan þessa málsgrein er
sama orðalagið endurtekið : Hafliði Jó-
hannesson lagÖi hug á Margrétu,
Leið svo veturinn og gerðist Krist-
ján æ þungbúnari og tryllingslegri og
jó\ áscek.ni sína (bls. 284). ,,Jók á-
sækni sína“ er ekki hittilega að orði
komizt. Þaraðauki er jók of máttlaust
sem áframhald af tryllingslegri.
Var hennar alltaf minnzt með hlý-
legri virðingu og aldrei þess minnst,
að . . . (bls. 286).
Til lágkúru tel ég einnig þau lýti
á máli og stíl bókarinnar, að þar er
um of þrástagast á viðtengingarhætti
í upphafi setninga. Svo kenndi dr.
Björn Bjarnason oss, að það væri ekki
góð íslenzka að byrja setningu á við-
tengingarhætti, heldur skyldi tíðka ef
í hans stað. Þessa leiðbeiningu dokt-
ors Björns hef ég samt oft skágengið
af vissum ástæðum, en þó gert mér
far um að drýgja þau brot í hófi. En
í Hornstrendingabók er notkun við-
tengingarháttar svo tíð, að víða verð-
ur úr lágkúra. A bls. 141 kemur fyr-
ir þrisvar sinnum viðtengingarháttur-
inn sé: . . . sé margt fólk saman kom-
ið. Sé logn . . . Sé ueður gott. Og —
þrisvar sinnum á bls. 153: Sé eggið
nýtt . . . en sé það skemmt . . ., og
sé mjög dimmt.
V. LÁGKÚRA OG UPPSKAFNING
í Hornstrendingabók gerast all-víða
þau fyrirbæri, að lágkúra og uppskafn-
ing líkamnast í sama orði eða sömu
klausu, málsgrein eða setningu. Slík-
ur skapnaður er ekki sérlega densileg-
ur á að líta. í dæmunum hér á eftir er
lágkúran einkennd með skáletri, upp-
skafningin með gleiðletri og lágkúra
og uppskafning í sama orði með upp-
hafsstöfum.
Hausastöppunnar var neytt af mörg-
um með VELÞÓKNUNARSMJATTI
Og LOFGERÐARSTUNUM (bls.52).
(Selirnr) stungu sér í voginn og
földu sig í DJÚPI HANS (bls. 55).
Ið þeirra (unganna) og skrið er fálm-