Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 52
210
HELGAFELL
þá raktar til þess veikleika í karakter
eSa skapgerð, sem réttu nafni heitir
karakterheimska eða s^apgerSar-
heimska. Karakter er vit, þóaS ó-
sennilegt kunni aS virSast, og meira að
segja hið eina sanna vit, sem mann-
inum hefur ennþá áunnizt. Hann er
hugsanir, sem eru orSnar svo fast ofn-
ar í eðli hans, að hann þarf ekki að
hugsa þær lengur.
Af þessu er það ljóst, að rugland-
in getur ýmist verið framin óvitandi
eða höfð í frammi af ráSnum hug.
Ruglandi, framin af ráðnum hug, má
heita dagleg iðkun margra þeirra, er
um stjórnmál rita hérá landi. Ég rakst
nýlega á leiðara í einu dagblaði bæj-
arins. Hann var pólitísks efnis og fjall-
aði um mál, sem mér var sæmilega
kunnugt. Einhvernveginn heimskaðist
ég til aS fara aS athuga þetta skrif orS
fyrir orS og varS þess vísari, sem nú
segir:
Efni leiðarans gat ég leyst upp í 23
atriði. Fjögur þeirra voru sannleikan-
um samkvæm, eitt vafasamt, en átján
reyndust röng, — ruglandi, framin af
ráðnum hug.
Þessi pólitíski vegvísari var þó engu
vitlausari en allur fjöldi annarra stjórn-
málaskrifa í blöðum landsins okkar.
Þar gefur að lesa nærfelt daglega póli-
tískar greinar, sem eru ein sorpbreiða
af vísvitandi ruglandi, hugsaðri, sam-
ansettri og birtri í þeim eina tilgangi
að rugla, blekkja og afvegaleiða stjórn-
málahugmyndir lesendanna.
Hvernig má það vera, spyr hinn
einfaldi og auðvirðilegi — þvíað pers-
óna, sem gerir sér volgurslegar grillur
útaf svona smámunum, telst ekki til
hinna stóru á íslandi — hvernig má
það samt sem áður vera, að nokkur
,,siðaður“ maður skuli fást til að gera
sér slíkar mannskemmdir að atvinnu-
vegi ? Þessir forheimskendur þjóðfé-
lagsins geta þó verið skynsemigreindir,
snuddgáfaðir. Þeir geta verið séðir,
kænir, sniðugir, gæddir góðu klíku-
viti. En þetta er aðall hins frumstæðari
manns og nátengdur sjálfsbjargarbar-
áttunni.
HvaS er það þá, sem vantar ?
Lausn gátunnar er þessi: Þeir eru
karakterheimskir. En það þýSir, að hið
hærra vit hefur ekki ennþá hafizt til
neins þroska eða tekið forustu í per-
sónugerð þeirra. En meðan hærra vit-
ið hefur ekki náS neinum ítökum í sál-
arlífi einstaklingsins, er þaS einvörð-
ungu svariS við þeirri spurningu, hvað
borgi sig bezt á almennan mælikvarða,
sem segir honum fyrir verkum. Ásetn-
ingsruglari getur orðið pólitíkus. En
hann getur aldrei orðið Jón SigurSs-
son.
Þeim rithöfundum er mikil vork-
unn, er lifa og hrærast alla sína æfi
í andrúmslofti, þar sem ásetningsrugl-
andin er ein af meginaflsveiflum
heilastöðvanna, þvíað þetta kynið sæk-
ir fast á og dunar dátt í eyrum. Hann
uppgötvar fljótlega, að ruglandin er
auðgerðari framleiðsla en vinna sú, sem
vandað hefur veriS til að hugsun og
frágangi. Reynslan kennir honum einn-
ig smátt og smátt, aS í mannlífinu er
ekki hærra til rjáfurs en svo, aS hiS
léttara hjal eða spjalliS um daginn og
veginn á sér fleiri aðdáendur en hin
hugsaða hugsun. Hversvegna þá aS
vera aS sóa þessum illa launuðu æfi-
dögum í nosturspjatt, sem verkar af-
káralega í slíku mannlífi, er fáum ein-
um kærkomiS, en hefur ekkert gildi
hjá öllum fjöldanum ?
Jafnvel þeir höfundabjálfar, sem
ekki gætu mannaS sig uppí aS gera