Helgafell - 01.09.1944, Síða 56
214
HELGAFELL
ur, ef maður á svo lítilþæga lesendur,
að maður geti vaxið í áliti af jafn-
óbrotinni ráðningu á gátum tilverunn-
ar og þessari: Draugatrúin stafar af
skammdegismyrkri og einangrun.
En mig grunar, að það séu ekki ráð-
gáturnar, sem séu svona ósamsettar,
heldur séu það þessi stykki í höfðinu,
sem mönnum hafa verið úthlutuð til
að hugsa með.
Þennan einátta anda frá síðasta
fjórðungi 20. aldar leggur af Forspjall-
inu í Hornstrendingabók á bls. 211 til
218, en það er inngangur að dulsagna-
bálkinum, er þar fer á eftir. Höfund-
urinn byrjar þennan inngang á hug-
leiðingum, sem eiga að skýra orsak-
irnar að galdraorði því, er löngum fór
af Vestfirðingum, og ég fæ ekki betur
séð en þessi skýring, að viðbættum
náttúru-, veðráttu- og lífskjara-lýsing-
unum, sem á eftir henni koma, eigi
auk þess að vera einskonar lykill að
skilningi á dulsagnabálkinum. Ann-
ars væru þessar lýsingar meiningar-
lausar.
Það yrði oflangt mál á þessum stað
að ræða þennan skilning á dulsagna-
bálkinum í heild. Ég takmarka því
athuganir mínar við skýringu höfund-
arins á galdraorðinu, sem lá á Vest-
firðingum. f upphafi Forspjallsins, á
bls. 211, segir svo:
,,Meðan trú á forynjur og fordæðu-
skap mátti sín nokkurs, voru Vest-
firðir jafnan talin 1 heimkynni skel-
eggustu galdramannanna, — sending-
ar voru hvergi magnaðri en þaðan, og
á útkjálkum þessa landshluta lifði trú-
in lengst á máttugar kynjaverur og
töfravarnir gegn þeim.
I. Lýsingarhátturinn talin á ekki við heim-
kynni heldur við Vestfirðir. Þessvegna hefði
átt að rita taldir.
Á sjálfum Vestfjörðum urðu þó tvö
héruð heimkynni mesta fordæðuskap-
arins og römmustu galdramannanna.
Þessi héruð voru Hornstrandir og Arn-
arfjörður.
Margir bæir Arnarfjarðar voru af-
skekktir, girtir tröllslegu umhverfi, er
í samleik við váleik vetrarins og skort-
inn mótaði búendurna til ofurnæm-
leiks fyrir ofurvaldi útnesjahörkunn-
ar og einkennum einangrunarinnar í
rammara hætti en þá, sem styttri áttu
gangvegi til granna sinna. Þeir urðu
sérkennilegir í framkomu og forneskju-
legir í augum þeirra, sem sjaldan
fregnuðu af þeim.
Svo var um flesta bæi Hornstranda
og íbúa þeirra“.
Þetta er lexía, sem maður hefur oft
heyrt áður, í aðeins lítið eitt voðfelld-
ari umbúðum. En mér er það mikið
undrunarefni, að ekki skuli verða séð,
að höfundinum hafi hugkvæmzt að
leggja fyrir sjálfan sig nokkrar spurn-
ingar eitthvað í þessa átt, áður en hann
hóf að festa á pappírinn síðustu hrein-
skriftina að Forspjalli sínu:.
Er þessi ráðning mín á fordæðuorð-
inu, sem lá á Vestfirðingum, samrým-
anleg þeirri staðreynd, að það mun
hafa heyrt til undantekningum, að
galdraorð færi af mönnum eða þeir
væru bornir galdri í öðrum afskekkt-
um byggðarlögum, einnig í tröllslegu
umhverfi, og ennfremur undirorpin
svipuðum skorti ,,í samleik við váleik“
sama vetrarins, t. d. norðurá Langa-
nesströndum og austur í Oræfum ?
Hvernig kem ég því heim, þegar ég
hef í huga þennan ,,samleik“, að í ísa-
fjarðarsýslu skuli hafa verið rekin að
minnstakosti 32 gjörningamál á galdra-
brennuöldinni, 22 í Barðastrandarsýslu
og 7 í Strandasýslu, en aðeins 4 í Múla-