Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 60
218
HELGAFELL
það, sem almennt gerist. En hann er
meiri frásegjari en hugsuður. Hann
ristir ekki sérlega djúpt, hugsar varla
nógu nákvæmt, ekki héldur vel skipu-
lega. Hann er ekki stærðfræðingur og
hugsar ekki stærðfræðilega. Hann er
ekki heldur mikill sálkönnuður. Hann
hefur góða eftirtekt, en er minni sjá-
andi. Honum, lætur betur að lýsa út-
liti hlutanna en að skilja innihald
þeirra. Af því leiðir aftur, að hugsun
hans mætti vera sjálfstæðari. Næmi
hans á röð og reglu mætti standa á
hærra stigi. Smekkvísi hans er mjög
ábótavant. Tilfinningar hans eru glað-
ar, en hvorki tiltakanlega djúpar né
sterkar. Enginn er hann trúmaður, og
það sýnist ekki liggja vel fyrir honum
að finna punktinn í hinu eilífa. Gáfur
hans hafa með öðrum orðum svipaðan
lit og flestra annarra Frónbúa,
að stílgáfunni fráskilinni. Það er
skrýtluvitið, sem ég hef kallað svo,
gáfnastig, sem getur sagt frá og finn-
ur nautn í skringilegum historíum, en
hefur ekki náð hinni dýpri hugsun í
þjónustu andans.
Höfundi Hornstrendingabókar er
það sameiginlegt flestum öðrum
frændum Neanderdal-mannsins að
vera dálítið hégómagjarn, svolítið upp-
með sér og vill gjarnan sýnast þétt-
ingskarl í augum heimsins. Hann þrá-
ir að vera frumlegur og leggur talsvert
kapp á að sýna þá gáfu í verki. En
frumleikshneigð hans nær meira til
forms en efnis, sakir þess að hugsun-
arþroskinn hefur ekki enn sem komið
er náð nægilegri dýpt. Ensjálfsálithans
er ekki þeirrar tegundar, að hann líti
niður á aðra. Það er lyfting í vitund-
inni um verðleika sjálfs hans, en ekki
fordæming á manngildi annarra. Það
er þessi létta sjálfshafning, en ekki
niðurdragandi murkandi. Með þessu
er það sagt, að manngerð hans hafi
meira af jákvæðum en neikvæðum eig-
inleikum, og manni líður ekki óþægi-
lega í návist hans.
Hornstrendingabók er gersamlega ó-
pólitískt rit. En á örfáum stöðum opn-
ast þar eilitlar glufur, sem í gegnum
leggur daufa skímu af þjóðfélagsleg-
um skilningi höfundarins, þó ekki
skýrar en svo, að hún færir lesandan-
um fremur hugboð en vissu.
Auðsætt virðist samt, að hann gangi
ekki með glákomblindu auðvaldssinn-
ans. Hann sýnist ekki heldur vera
haldinn af hinni sjálfglöðu fíflsku
framsóknarburgeissins. Inní Þorleif
hefur náð að skína bjarmi af marxist-
ískum skilningi á vandamálum þjóð-
félagsins. Þó hef ég grun um, að hann
hafi ekki ennþá komizt nær hinum
mikla spámanni en að vera sósíal-
demókrat.
Ef ég hef skilið Hornstrendingabók
rétt, kemur höfundurinn mér fyrir sjón-
ir sem fremur hár maður vexti og
hvorki rauður á hár né ljóshærður.
Rökstuðningur fyrir þessari skoðun
yrði of langt mál hér, enda ekki mik-
ils virði.
Þetta litla, sem að framan er sagt
um höfundinn, hef ég dregið allt út-
úr riti hans. Ur öðrum heimildum
veit ég ekkert um hann, hvorki smátt
né stórt, nema að hann sé ættaður af
Hornströndum, hafi kennt við barna-
skólann á ísafirði og sé nú náms-
stjóri á Vesturlandi. Að meðal smá-
mynda í bókinni væru einhverjar af
honum vissi ég ekki fyrr en eftirað
ég hafði lokið við að skrifa þessa rit-
gerð.