Helgafell - 01.09.1944, Síða 61
EINUM KENNT
VIII. SKYGGNIÐ EGGIN!
Ymsum myndi leika hugur á að
spyrja mig þessarar spurningar:
Hvernig stendur á, að þú fórst að
skrifa svona langt mál um þessa Horn-
strendingabók ?
Svar mitt myndi verða á þessa leiÖ:
Hornstrendingabók er óvenjulegt
verk í bókmenntum vorum. Hún er
rituÖ af meira andans fjöri og hærri
íþrótt í frásögn, stíl og máli en við eig-
um hér að venjast, þrátt fyrir hina
mörgu og miklu galla hennar. Hún er
vitandi tilraun til að skrifa lifandi verk
á svipaða vísu og góðir höfundar rita
þau útií löndum, þar sem orka C-fjör-
efnanna er meiri en í upprennandi lýð-
veldi á íslandi. AS þessu leyti ber
Hornstrendingabók af öðrum héraðs-
lýsingum, er oss hafa birzt, og reynd-
ar fleiri greinum bókmennta hér á
landi. Af þeirri ástæSu fannst mér bók-
in vel þess verð, að hennar væri
minnst þannveg á prenti, aS lesendur
yrðu einhverju nær.
En aðalástæSan að þessu skrifi er
þó eftirfarandi: Mér fannst Horn-
strendingabók að sumu leyti hentugur
texti til að leggja útaf og koma á fram-
færi því, sem mér hefur lengi leikið
hugur á að segia um þær þrjár megin-
meinsemdir í rithætti vorum, sem hér
hafa hlotið nafnið uppskafning, lág-
kúra og ruglandi. Þetta greinarkorn er
þvf ekki hugsað sem einstæSur rit-
dómur um verk Þorleifs Bjarnasonar.
ÞaS á engu síður að þéna sem lítill
vasaspegill, er fleiri höfundar, bæði
eg og aðrir, ættu aS geta séS í sín
eigin sjúkleikamerki.
Einhverjir myndu kannski freistast
til aS líta á þáttinn um uppskafning-
una sem afturhaldsboSskap í stíl og
máli. Engin boðun er fjær skapferli
- ÖÐRUM BENT 219
mínu. Ég er þeirrar skoðunar í dag
einsog fyrir tuttugu árum, aS mál og
stíll þarfnist uppyngingaraðgerða öðru-
hvoru, til þess aS hiS ritaða orS staðni
ekki og kalkist. ÞaS nægir ekki, frá
mínu sjónarmiði,' aS forðast gamlar
yfirsjónir í stíl og máli og halda rit-
hætti sínum ,,hreinum“ einsog þaS er
orðað í tali fáfræÖinnar. Höfundar
verða jafnframt að leggja stund á aS
skapa eitthvaÖ nýtt: aS mynda ný orð,
hugsa upp nýjar samtengingar orða,
vekja dauð orð og orðasambönd til
nýs lífs, auðga orS að nýjum merking-
um, skapa ný setningaform, finna upp
nýtt líkingamál, hefja orðaval og orSa-
lag á hærra menningarstig. bræSa upp
útlend orð og útlendar málvenjur í
deiglu innlends málfars o. s. frv.,
En viS allar slíkar tilraunir ættu þeir
jafnframt að kosta kapps um að beita
,,skynsamlegu viti“ og smekkvísi og
ástunda aS gera sér þess glöggva grein,
hvort hin nýia sköpun hefur tekizt
sæmilega, eða hvort hún hefur farið í
handaskolum, og kasta henni þá fyrir
borð sem misheppnuðu og gagnslausu
verki. Ekkert er rithöfundi hættulegra
en forherÖing gegn staSreyndum. Hún
er frysting sálarlífsins og upphaf hins
andlega dauða.
En þeim, sem stœla nýjungar í stíl
eða máli, þeim er það að segia, að þeir
ættu að beita viti sínu til að skygena
slíkan innflutning gaumgæfilega, áður
en þeir setja hann í senu í ritum sínum,
einsoe þeir skyggna egg á Hornströnd-
um til þess aS ganga úr skugga um,
hvort ekki sé stropi hinumegin viS
skurniS. Er þessi nýiung betri en þaS,
sem fyrir er ? Er ekki hægt aS segja
hana betur en sagt er ? Og svo þetta:
ÞaS, sem Platoni sæmir, Pésa fordæm-
ir.