Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 62
220
HELGAFELL
En báðir aðilar, bæði brautryðjend-
ur og sporgenglar þeirra, ættu að stilla
þeim hugkvæmdaskorti sem mest í hóf
að þrástagast á nýjungum í ritlist, jafn-
vel þóað þeim finnist þær góðar hjá
sér, en það er þessi fátækt andans,
sem mörgum rithöfundi hættir við að
falla fyrir. Upptugga sömu orða, orða-
tiltækja eða stílbrigða í tíma og ótíma
getur ónýtt gott verk og gert nýtilega
nýjung hlægilega. Látum misþyrming-
una á fjarrænunni, víðernunum, fjar-
víddunum, tjáningunni, eignarföllun-
um og þessu ægilega mikla í tign sinni
forða oss frá slíkri tímanna hrösun.
Og svo að lyktum:
Nýjungar í stíl eða máli ættu höf-
undar aldrei að eltast við í neinu öðru
skyni en því eina að geta því betur
túlkað sinn innra mann á pappírinn.
Að beita nýjungum sem brellum til
þess að gera sig sérkennilegan, írum-
legan, lærðsmannslegan, gáfulegan
eða listamannslegan fyrir hinum auð-
blekktu sjónum lesendanna, það er
loddaramennska, uppskafning, og á
ekkert skylt við sanna list né nema
aðra yfirburði í ríki andans. En á þess-
ari hrörnun hefur nokkuð örlað í bók-
menntum vorum í seinni tíð, síðan It'k-
ið var að beita hinum lýrisku konstum
á kostnað skynseminnar. Með þessu er
síður en svo sagt, að höfundar eigi að
reyta úr sér allt tilfinningalíf og taka
að apa það eftir, sem vantaði í bóka-
gerðarmenn á fábreytilegri og frum-
stæðari tímum. Þeir yrðu áreiðanlega
engu betur komnir, þóað þeir flyttu sig
úr stássstofu útií Nörholm eða drykkju-
knæpu í New York og færu að hreiðra
um sig í fjósbás austurí Odda eða
skemmukofa vesturá Stað á Ölduhrygg.
Ég held þeim yrði affarasælast að
reyna að koma sér sem fyrst upp sínu
eigin lossamenti með styrk úr Bygg-
inga- og landnáms-sjóði Andans
Mikla. Reyndu að gleyma því, þegar
þú skrifar næstu bók þína, að það sé
ekki fyrsta bók, sem rituð hefur verið
í henni veröld.
IX. RÆTUR LÁGKÚRUNNAR
Lágkúran er hinsvegar í innsta eðli
það ásigkomulag sálarinnar, sem lítur
á lífið neðanfrá, en finnur sjálft sig
smátt og lítilmótlegt. Það er nánar
sagt það borðið í uppskafningunni,
sem veit að manninum, þegar illa
gengur.
Þegar einstaklingur, sem hefur þess-
ar andstæður í ríkum mæli, er tekinn
að olboga sig áfram í mannfélaginu,
hvortheldur er til valda, auðsöfnunar,
lærdóms eða listrænna afreka, fer
honum æfinlega svo, ef ekki gerist
kraftaverk í lífi hans, að hann tekur
að leggja meira og meira falskt mat á
manngildi sitt. Hann reynir að bæla
niður og fela lítilmótleikakennd sína
með því að telia sér trú um, að hann
sé nú töluverður þéttings-bubbi og
rembist við að sýnast meiri karl en
hann í sannleika er. Þessi siálfshafn-
inq- leitar meðal annars út í hroka og
mikillæti og lítilsvirðingu á öðrum,
mannfyrirlitningu.
En við þennan veikleika bætist, að
einstaklingurinn tilheyrir smárri og
umkomulítilli þjóð, finnst honum
smædd og umkomuleysi hennar kasta
rýrð á persónu sína. Þessa viðbótar-
lítilmótleikakennd, þjóðsmæddartil-
finninguna, reynir hann að deyfa með
því að hækka ennþá matið á s’álfum
sér og tileinka þjóðinni meiri verð-
leika en henni verða eignaðir sam-
kvæmt réttri úttekt. Þannig skapast of-