Helgafell - 01.09.1944, Page 69
HERBERT REED:
ALDAHVÖRF 1
r-
J
1 ANDDYRI NYRRAR ALDAR
ÞRÖUN, bylting, framför, breyt-
ing: eitt eða fleiri af þessum orðum
bljótum vér að taka oss í munn, þegar
lýsa skal aldarfarssvip nútímans í
megindráttum. Síðan kirkjan liðaðist
sundur í lok miðaldanna, hefur enga
heimseiningu verið um að ræða. Þjóð
hefur att kappi við þjóð, stétt við stétt
og maður við mann í hatrammri bar-
áttu fyrir hagsmunalegu öryggi. Þau
tímabil, er nokkru meira hefur verið
en endranær um þann stöðugleika,
sem vér köllum frið, hafa í senn verið
stutt og ótrygg.
Engri þjóð hefur fyrr tekizt að bera
ægishjálm yfir öðrum en sundrunar-
hreyfingar og stjórnmálaviðsjár hafa
farið að láta þar á sér bæra innan ríkis.
Engri stétt hefur fyrr tekizt að hefja
sig yfir aðrar en ný stétt hefur risið
til andófs gegn eigingirni hennar og
ofríki.
Byltingar hafa orðið innan byltinga,
minnihlutar klofnað úr flokkum og
myndað flokka, illdeilur þróazt undir
einum og sama bræðralagsfána, harð-
vítug keppni verið háð um hollustu ör-
eiganna, úrtölukindur flækzt í röðum
hinna framsæknu afla.
í öllu þessu umróti hefur andleg
menning vor eða allt, sem vér nefnum
svo einu nafni: listir, heimspeki, vís-
indi og lærdómur vorra tíma, borið
sama stöðvunarleysinu vott. Sígild
frumlögmál listarinnar hafa verið gerð
að athlægi, sannindi, sem eilíf voru
talin, hafa verið hrakin. Vísindin hafa
seilzt langt út fyrir endimörk skynjun-
ar vorrar og svipt huliðshjúpi af veröld,
sem er í senn ægileg að óravíðáttu og
hátignarleg í lögmálsfullkomnun sinni.
Hver uppgötvunin og uppfinningin
hefur rekið aðra með ævintýralegum
hraða, og jafnvel daglegir lifnaðar-
hættir siðmenntaðra manna hafa tek-
ið gagngerum stakkaskiptum.
Vísindin hafa kennt oss, að bak við
síbreytilega ásýnd hlutanna, vöxt og
hrörnun dýra og jurta, veður- og loft-
lagsbreytingar, ný og nið mánans og
snúning reikistjarnanna, ríki órofa lög-
málskerfi. Lauf, sem fellur af tré, gerir
það hvorki af tilviljun né án tilgangs;
það er tengiliður í óþrotlegri athafna-
rás. Verður svipað samhengi fundið
í hugsunarháttum vor mannanna ?
Fáum vér greint nokkra skipulega
megindrætti í umróti þeirrar byltingar,
sem nú er að verki í vísindum vorum
og listum, heimspeki og trúarbrögð-
um ? Eða er allt þetta, svo sem margir
hyggja, utan einræðisríkjanna sem
innan, stefnuvana stjórnleysisumbrot
mannshugans, óskapnaðarórar, sem
ríki og kirkja verða að halda í skefjum,
ef skaplega á að fara ?
Hefur hugsunarfrelsið, ótvíræðasti
sigurvinningur nútímamenningarinnar,
— lausn mannssálarinnar úr fjötrum
vanahefðar, ótta og efasemda, hin
geiglausa sókn vor inn í ókannaða
heima, — hefur þetta aðeins leitt oss
í ógöngur, þar sem endureflt kennivald
og alræði geta ein orðið til bjarg-
ráða ?
Ég neita því, fyrir mitt leyti. Ég er
þeirrar trúar, að greina megi samhengi
og megindrætti í þeirri fjölþættu voð,