Helgafell - 01.09.1944, Side 70
228
HELGAFELL
sem ofin er úr draumum vorum og
þekkingarsigrum. Ég er þeirrar trúar,
að vísindin séu, stig af stigi, að leggja
öruggar undirstöður að algildri þekk-
ingu, og á þeim grundvelli sé heim-
speki vor að reisa jafn trausta heims-
skoðun. Ég er þeirrar trúar, að þau óra-
kenndu straumhvörf, sem orðið hafa í
listum síðasta mannsaldurinn, beri vott
um aukið og vaxandi skynjunarnæmi
og dýpkandi innsæi á ytra og innra
borð efnisheimsins.
En þótt svo væri, kann margur að
segja, væri hér aðeins um síigbreyting-
ar að ræða. Þó að satt kunni að vera,
að mönnum hafi stóraukizt skynjunar-
næmi og skilningsmáttur, er þeirri
spurningu ósvarað, hvernig vér höfum
farið með það aukna vald, sem vér
höfum öðlazt. Fáum vér greint í öllum
þessum iðuköstum breytilegra afla og
meginda, styrjaldarbrimróti og menn-
ingarspjöllum, nokkra þá eð/isbreyt-
ingu, sem nefna mætti framför ?
Þetta er sú spurning, sem mönnum
er nú hvarvetna efst í hug, meðan hin
örlagaríkasta barátta, sem sögur fara
af, stendur sem hæst. Svo stórkostleg
eru átökin, svo þungbærar fórnirnar,
að jafnvel hinir kyrrlátustu í landinu,
er fram til þessa hafa sætt sig við
naumt hlutskipti með þögn og þolin-
mæði, taka nú undir þessa brýnu
spurningu með ugg í rómi.
I þáttum þeim, sem fara hér á eftir,
verður reynt að veita þeim, sem svo
spyrja, nokkra úrlausn. Ég tel ekki
hlýða í þessum inngangsorðum að
ræða sjónarmið hinna ýmsu höfunda,
en ég held, að mér sé óhætt að segja,
að svör þeirra allra verði jákvæð að
einhverju leyti. Mannkynið er að vísu
ekki betra en það var fyrir fimm hundr-
að árum, og hæpin mundi sú fullyrð-
ing, að það væri farsælla. En á langri
og strangri vegferð sinni hefur það á-
unnið sér aukna getu, ný tæki til skiln-
ings, næmara skyn.
Búið þessum nýja mætti og eigin-
leikum stendur mannkynið nú í anddyri
nýrrar aldar. Getum vér aðhyllzt þá
trú, er sumir mundu kjósa að kalla
bjartsýni, að því megi innan skamms
auðnast að nema sér til handa þann
nýja heim, sem framundan er ?
Jafnvel meðan á hinni blóðugustu
styrjöld stendur við endureflda og
volduga villimennsku, sem gert hefur
tilraun til að ganga af menningu vorri
dauðri, hljótum vér, fyrr en úr skugga
um þetta er gengið, að virða fyrir oss
þjóðlíf vort og heimsmenningu frá öll-
um hliðum. Vér hljótum að gera oss
grein fyrir hinu margháttaða öngþveiti
samtíðar vorrar og reyna að komast
að niðurstöðu um framtíðarhorfurnar.
Vér hljótum að spyrja, hvort mönn-
um megi takast að skipuleggja að
nýju efnislegar undirstöður menning-
arinnar, mynda sér nýtt og skynsam-
legt hagkerfi.
Vér hljótum að spyrja, hvort vænta
megi með gildum rökum, að ný list-
menning nái að blómgast í skjóli hins
nýja skipulags.
Vér hljótum að spyrja, hvort hið
nýja skipulag muni veita vísindum og
heimspeki ákjósanleg skilyrði til nýrra
framfara. Og loks hljótum vér að
spyrja, hvort allar þessar breytingar
geti leitt til þess, að menning vor öðl-
ist þá andlegu kjölfestu og siðferðis-
legu samvitund, er allsherjartrúarbrögð
ein geta veitt henni.
Nú er ekki ólíklegt, að einhver
spyrji: A hvaða mælikvarða skulu
framfarir metnar ? — 1 vísindum og
vélfræðum getum vér mælt framfarir
með nákvæmum tækjum, og sannað
mat vort með öruggum tölum. Vér
miðum þar við einingar, eins og t. d.
,,hestafl“, og sjáum á þann hátt, að
framfaraskeiðið frá hestvagni á 18. öld
til eimvagns á nítjándu eða flugvélar
á 20. öldinni, verður mælt í stærð-
fræðilegum hlutföllum og sýnt svart á