Helgafell - 01.09.1944, Page 77
ALDAHVÖRF
235
og léttir í lofti eftir styrjöldina, munu
þeir koma á vettvang og taka til ó-
spiltra málanna um að reisa menning-
arheim vorn úr rústum.
Eldraun styrjaldarinnar mun ekki
hafa látið þá ósnortna. Þeir munu hafa
búið við sömu þjáningar og harð-
rétti og samborgarar þeirra, og ef til
vill reynast þeir umburðarlyndari og
alþýðlegri en fyrrum, í hinum nýja
heimi. Þeir munu mæla á þessa leið:
Veröld vor er í rústum. Til þess að
endurreisa hana þarf ekki aðeins at-
orku og þolgæði, heldur einnig kunn-
áttu og skyggni. Vér erum vísirida-
menn og teljum oss geta lagt kunn-
áttu af mörkum; vér erum listamenn
og teljum oss öðrum skyggnari á þaS,
sem koma skal. Látið oss segja fyrir
verkum, og vér heitum því, að fegri
og betri heimur skuli rísa úr rústun-
um.
Þetta kann að virðast einskærir
bjartsýnisórar. Eins og Shelley segir,
,,geta skáld og spámenn sérhverrar
aldar óhikað sagt fyrir styrjaldir og
boriS hersögur; en hitt er áhættusam-
ari meðferS þeirrar gáfu, semskaldhafa
eða þykjast hafa, aS freista hinnar o-
Ijósustu forspár um tímabil endurreisn-
ar og farsældar'*. En þó flutti sa hinn
sami Shelley slíkan boðskap sem
þennan af sannfæringarkrafti sjáand-
ans:
Ný og önnur mun Aþena rísa,
þar sem árljómans flóð
mun að aftni sem eldbjarmi lýsa
fram á aldanna slóð.
Vér erum sömu trúar og skáldiS, og
þessi sama trú hefur verið borin sem
logskært blys kynslóð fram af kynslóð
gegnum myrkuraldir mannkynsins. E'n
áður unnt verði að trúa oss fyrir hlut-
verki, sem fremur er tengt framkvæmd
en spámennsku, verðum vér að koma
á gagnkvæmum skilningi milli vor
og fólksins, sem vér teljum oss geta
vísað veginn. Skáld og málarar, vís-
indamenn og byggingameistarar hljóta
að vísu að halda fast við ákveðin
kröfumörk; vér getum ekki farið með
skrifborS vor og myndatrönur út á
gatnamót og gegnt þar störfum meðal
skóburstara og varningssala: vér
þörfnumst einveru og næðis að vissu
marki. En vér verSum að láta oss skilj-
ast, að jafnskjótt og dagsverki voru er
lokið, er jafnt á komið með oss sjálf-
um og skóbursturum og varningssöl-
um, aS allir erum vér þræðir í voð sam-
félagsins. Þegar vinnustöðvum og
verkstofum hefur verið lokað, verðum
vér allir að blanda störfum og geði
og fjalla um hið sameiginlega hlutverk
vor allra: að nema nýjan heim. Hér
er hvorttveggja nauðsynlegt í senn,
full hreinskilni í frjálsum umræðum
og alger eining um hugðarefni og
stefnumörk.
Hversu má koma á slíkri einingu í
lífshorfum ? Vér höfum afneitað til
fulls hvers konar valdboði og aga, sem
ofan að kemur, í þessum efnum. Vér
þurfum hér við einhvers, sem sprettur á
jafnsléttu, einhvers gróðrarlögmáls,
er ekki fer í bága viS lýðræSishætti
vora. Slíkt lögmál verðum vér að geta
fundiS í uooeldiskerfi voru.
Ég hef ekki enn vikiS að þeim stór-
mikilvæga menningarþætti sem upp-
eldismálin eru. en einnig þar er stefnt
að nýjum hugsjónum. Ef til vill hefur
rás breytinganna hvergi verið svo ör
og afdrifarík sem á þessu sviði tvær
síðustu aldirnar. Rousseau, Pestalozzi,
Fröbel, Montessori, Dewey, Dalcroze,
Cisek, — allt eru þetta nöfn, sem tákna
ákveðin stig byltingarhreyfingar, er
gerbreytt hefur uppeldisaSferðum vor-
um. 1 stað þvingunar og þjakandi aga
hefur komið mannrækt, sem miðar
að auknu frelsi og heilbrigði.
Máski hefur engin bylting a siðari
tímum verið jafn róttæk og einmitt