Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 78
236
HELGAFELL
þessi. En margt og mikið er þó ógert
enn. Skólalífinu í æðri sem lægri skól-
um er markaður allt of þröngur bás
og smámunaleg viðfangsefni. Vér
verðum að gera skólann að ofurlítilli
eftirmynd mannfélagsins, svo að hvert
barn, sem þaðan kemur, hafi engu síð-
ur numið þar félagsvitund og gildi
sameiginlegra hugsjónaverðmæta en
mikinn og margháttaðan lærdóm.
Ef til vill er oss á fáu eða engu jafn
brýn nauðsyn og nýjum skilningi á
kennarahlutverkinu. Skólameisfarinn
verður að víkja úr sessi ásamt öðrum
harðstjórum og tyftunarmeisturum og
skapandi listamaður að koma í hans
stað, til þess að móta það myndarefn-
ið, sem viðkvæmast er og dýrmætast,
— mannsefnið sjálft, hina óhörðnuðu
barnssál.
Menntun til mannfrelsis er það verk-
efni, sem gerir til vor strangari kröf-
ur en öll önnur. Eins og nú hagar til,
má segja, að hvort sem lífsfræið fell-
ur í góða jörð eða grýtta, fari tíðast
svo um hinn unga gróður í uppvext-
inum, að annaðhvort bæklist hann fyr-
ir tilverknað atvikanna eða sé klippt-
ur og skorinn til samræmis við hefð-
grónar fyrirmyndir. Vér viljum, að
nýgræðingurinn megi vaxa til eðli-
legrar fullkomnunar, hvorki á ber-
angri né við hitabeltisofrausn, heldur
hæfilega áveðra til þess að verða seig-
ur og harðgerr, en jafnframt við þá
birtu og þann yl, sem geri rætur hans
styrkar og greinarnar gróskumiklar.
Allur þorri manna þráir ekki fram-
för, heldur fullnægingu, ekki breyt-
ingu, heldur þægindi, ekki þroska held-
ur stöðugleika. En hvorki mannkyns-
sagan né hættir náttúrunnar benda til
þess, að slík hugsjón sé annað en
aumkunarverð blekking. Aðal lífsins
er breyting, og af því leiðir, að stöðugt
skiptast á upplausn og endurnýjun,
vöxtur og hrörnun, gleði og þjáning.
En þó er sú trúa mín, að til sé það,
sem standi af sér öll dægraskipti og
veðrabrigði, alla stormsveipi og
straumhvörf' sögunnar. Listin stenzt
allt þetta. Mikið listaverk, hvort held-
ur kirkjubygging eða kvæði, högg-
mynd eða heimspekikerfi, er allri
breytingu óháð. Það er óbrotgjarnt og
eilíf-nýtt, tigið í fegurð sinni og mátt-
ugt í eðli.
Sköpun listaverka eykur því varan-
lega sameign mannkynsins. Listin er
vaxandi fjársjóður, og framfarir mann-
kynsins verða réttast metnar eftir því,
í hversu auknum mæli vér sækjum
þangað unað og þjáningu oss til sálu-
bóta.
Magnús Asgeirsson
íslenzkaði.