Helgafell - 01.09.1944, Síða 81
FORNNORRÆNT TÍMATAL
239
námsmennirnir að landi árið 874. Að sögn Ara hins fróða vildu Paparnir
,,eigi vera hér við heiðna menn“, flýðu land og létu eftir sig bækur, bjöll-
ur og bagla. Er svo að sjá sem brottför þeirra hafi borið bráðan að. Ein-
setumunkunum, sem hér höfðu leitað friðlands, hefur staðið ógn af aðkomu-
mönnunum og búizt við bráðum bana eða þrældómsoki, ef heiðingjarnir
fengju færi á þeim. Frá þessum mönnum getur enska sögnin um ferðir milli
landanna verið komin og jafnvel ártalið 874 líka.
Ari hinn fróði Þorgilsson hefur ekki þekkt 874 sem merkisár í sögu
þjóðarinnar. Gæti það einnig bent til erlends uppruna ártalsins. Hann læt-
ur landnám hefjast um 870. Farast honum orð á þessa leið:
„ísland byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hárfagra, Hálf-
dánarsonar hins svarta, í þann fíð að ætlun og tölu þeirra Teits fóstra míns,
þess manns, er ég kunni spakastan, sonar ísleifs biskups, og Þorkels föður-
bróður míns, Gellissonar, er langt mundi fram, og Þuríðar Snorradóttur
goða, er bæði var margspök og óljúgfróð, er Ivar Ragnarsson loðbrókar lét
drepa Eadmund hinn helga Englakonung. En það var 870 vetrum eftir burð
Krists, að því er ritað er í sögu hans“.
A. G. van Hamel hefur bent á það, að hér muni upphaf landnáms-
aldar vera tímasett eftir arfsögn, sem gengið hafi í ætt Teits ísleifssonar.
En þeir Mosfellingar töldu ætt sína runna frá Játmundi konungi helga. Ég
hygg skoðun van Hamels rétta. Svo er það annað mál, að Ara fróða
hefur þótt tímasetning arfsagnarinnar þurfa ríflegs rökstuðnings við og gríp-
ur því til tímatalsins í sögu Noregskonunga. Hann telur það sannlega sagt,
að Ingólfur Arnarson hafi fyrst farið frá Noregi ,,til íslands, þá er Haraldur
hinn hárfagri var 16 tíetra gamall; en í annað sinn fáum vetrum síðar“. —
,,Svo hafa og spakir menn sagt, að á 60 vetrum yrði ísland albyggt, svo að eigi
væri meir síðan. Því nær tók Hrafn lögsögu Hængsson landnámsmanns næst-
ur Úlfljóti og hafði 20 sumur“. — ,,Það var 60 vetrum eftir dráp Eadmundar
konungs, vetri eða tveim áður Haraldur hinn hárfagri yrði dauður að tölu
spakra manna". ,,En svo er sagt, að Haraldur væri 70 vetur konungur og
yrði áttræður". — ,,Þenna atburð sagði Teitur oss að því er kristni kom
á ísland. En Ólafur Tryggvason féll hið sama sumar að sögu Sæmundar
prests". — ,,Það var 130 vetrum eftir dráp Eadmundar, en 1000 eftir burð
Krists að alþýðutali".
Hér er tímatalsgrundvöllur Ara í elztu sögu íslands og Noregs gef-
inn. Er það harla athyglisvert, að Ari skuli stöðugt ákveða tímalengd-
irnar í heilum tugum, nema þegar hann ræðir um dánartíma Haralds kon-
ungs og aldur hans, er Ingólfur fór fyrra sinni til íslands. Á þessi atriði
leggur Ari sýnilega mesta áherslu, og þó einkum á hið síðara, sem sjá má
bezt á orðunum: „sannlega er sagt“. í fornri arfsögn fann Ari tengilið-