Helgafell - 01.09.1944, Side 83
BJARNI VILHJÁLMSSON:
Blaðamál og flatarmál
í greininni Tungutak dagbla&anna, í síðasta Helgafelli, var birt talna-
tafla um málleysur og mállýti fjögurra dagblaða í sex daga. Samkvæmt
þeirri skrá skiptust málleysurnar þó nokkuð misjafnt á milli blaðanna. Hins
vegar var skýrt tekið fram í grein minni, að blöðin væru misjöfn að stærð
og þess vænzt, að lesendur hennar minntust þess við samanburð talnanna.
Nú mun þess lítillega hafa orðið vart, að vinir og vandamenn blaðanna sumra,
ef ekki allra, væru miðlungi ánægðir með þessa skrá mína, en sjálfar hafa
tölurnar þó ekki verið véfengdar. Ég hygg, að segja megi, að borið hafi á
nokkurri hneigð til þess að telja tölurnar ,,villandi“, með þeim rökum, að
þær hafi ekki verið hlutfallstölur, miðaðar við lesmál. Að vísu hefur þessa
aðallega gætt í tali manna, en þó eitthvað verið vikið að því í riti líka.
Þótt mér fyndist ég hafa slegið varnagla við alvarlegum misskilningi að
þessu leyti, get ég búizt við, að sumum hafi sézt yfir þann fyrirvara minn,
en öðrum (og þá einkum lesendum Helgafells utan Reykjavíkur) máske
ekki verið fullkunnugt um lesmálshlutföll reykvísku dagblaðanna. Þá er
mér ljóst, að skýrslan hefði verið skilmerkilegri um málfar einstakra blaða,
ef málvillumagn hvers blaðs hefði þar verið reiknað út eftir flatarmáli les-
málsins, er kannað var.
Eg hef því orðið við þeim tilmælum Helgafells að annast slíkan útreikn-
ing, og birtast hér niðurstöður hans. Við mælinguna kom auðvitað aðeins
það lesmál til greina, er málkönnun mín tók til (hvorki auglýsingar, endur-
teknar fyrirsagnir né myndir). Ég hirði ekki um að rekja hér reikningsað-
ferðina, en kynni einhver að rengja niðurstöðurnar, ætti að vera auðvelt að
prófa þær, samkvæmt upplýsingum mínum um dagsetningu blaðanna í fyrri
grein minni og um ,,frádrátt“ þann, sem nú var greindur.
Hér kemur þá skráin að nýju, eins og ég hygg, að hún geti verið stytzt
og ljósust:
521 MÁLLEYSA OG MÁLLÝTI 4 DAGBLAÐA FRÁ 6 DÖGUM
SKIPTUST SVO:
ifn dagblaðs Málvillur alls % af heildartölu % í hlutf. við lesmál
Alþýðublaðið 102 19,6 20
Morgunblaðið 215 41,2 36
Vísir 90 17,2 24,5
Þjóðviljinn 114 22 19,5
Samtals: 521 100 100
Bjarni Vilhjálmsson.
HELGAFELL 1944
16