Helgafell - 01.09.1944, Síða 93
ALDAHVÖRF
251
Stiörnutuminn á Wilsonsfjalli,
sem reistur var af auðmönnum
á 20. öld, er undir stjórn sér-
fræðinga, er hafa vísinda-
mennsku að ævistarfL
urinn hefur ætíð verið blessunarlega
laus við mörg þau viðskiptasjónarmið,
er hindra samvinnu á öðrum sviðum. —
Demókratísk samvinna er uppistaðan
í daglegu starfi í rannsóknarstofu vís-
indamannsins, og hið sama á við, þótt
krufin sé til mergjar heil röð náttúru-
fyrirbrigða.
Það leiðir af sjálfu sér, að vísindin
geta eigi framar látið við það eitt sitja
að draga staðreyndir fram í dagsljósið.
Þau verða að fylgja málum eftir, sjá
um, að uppgötvanir þeirra séu hag-
nýttar skynsamlega og til fullrar hlítar.
Þetta varð mönnum fyrst ljóst í Sovét-
ríkjunum. Þar hafa vísindin skipað
viðurkenndan öndvegissess, æ síðan
þar var hafizt handa um að skipu-
leggja hagnýtingu náttúrugæðanna
með sem fyllstum árangri. Viðurkenn-
ing þjóðfélagsins á mannlegum þörf-
um hefur leitt til þess, að skynsamleg
rannsókn hefur farið fram á því,
hversu þeim verði bezt fullnægt, en
þetta mat hefur jafnframt í stórum
dráttum markað leiðina til framfara
í vísindunum sjálfum. Margir vísinda-
menn hafa óttazt, að slíkt mundi hafa
í för með sér aldeyðu í hreinum vís-
indum, — að þau yrðu þannig horn-
reka hinna hagnýtu vísinda. Reynsl-
an hefur sannað hið gagnstæða. Hrein
vísindi eru að líkindum hvergi stund-
uð af meira kappi né á víðtækari
grundvelli en í Sovétríkjunum, og á-
reiðanlega ekki í Bretlandi nú á ófrið-
artímunum. Á styrjaldartímum er öll-
um ríkjum nauðsyn að neyta ýtrustu
orku í hreinum vísindum, jafnt sem
og hagnýtum, og þá fer oft svo, að
þeir, sem gagnrýna mest skipulagða
hagnýtingu vísindanna, beita sér sjálf-
ir fyrir vagninn í þessum efnum.
Þegar alls er gætt, kemur í ljós, að
efnahagsleg viðfangsefni þeirra heilda
innan samfélagsins, er hafa þar for-
ustu og framtak, setja svipmót sitt á
vísindin, bæði að efni og innihaldi.
17. öldin var öld áhættusamra við-
skiptahátta. Þá bar hæzt vísindi, er
létu siglingafræði og stórskotatækni
til sín taka. 1 lok 18. aldar varð efling
iðnaðarins til þess að beina vísindun-
um að efnafræði og hitarannsóknum.
Á 19. öld sat rafmagnið fyrir öllu
öðru. En hvað sem þessu leið, varð
niðurstaðan ávallt sú, að vísindin
efldu fyrst og fremst hagsmuni mjög
fáskipaðra mannhópa, en ávinning-
urinn fyrir heildina var mjög undir
atvikum kominn. Aðalmunurinn á
ástandinu að þessu leyti fyrr og nú er
sá í megindráttum, að nú er oss kleift,
en þó um fram allt nauðsynlegt, að
skipuleggja það vitandi vits, sem áð-
ur bar að í blindingjaleik lausbeizl-
aðra félagsafla.
Með því að skipuleggja allt vélkerfi