Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 97
INGEBORG SIGURJÓNSSON:
ÉG VAR
SKÁLDI
GEFIN
Minningar um Jóhann Sigurjónsson frá árunum 1912-19
,,Heimsói^n minninganna“.
NÚ ÞEGAR ég kem að því að segja
frá manninum, sem ég unni, rifjast
upp fyrir mér, að einu sinni ætlaði
Hann sér að semja leikrit, sem átti að
heita Heimsókn minning-
anna. — ,,Þá finnst mér lífið svo
nálægt á ný og eg get elskað og hat-
að“. Jóhann lagði eiginmanninum í
leikritinu þessi orð í munn. Konan
hans, sem hann hafði misst í lifanda
lífi, hefur komið til hans að kvöldlagi,
í því skyni að heimta í sinn hlut eitt-
hvað af þeim fallegu munum, sem þau
höfðu eignazt, meðan þau voru sam-
vistum. Jóhann lét manninn ganga um
gólf, á meðan hann rifjaði upp, hvern-
ig hver einstakur hlutur hefði fært
þeim gleði á sinn sérstaka hátt, hvern-
ig þau hefðu eignazt þá og hversu
þeir minntu sig allir á liðna hamingju-
daga. Eiginkonan varð hljóð við, laut
höfði og gekk til dyra, án þess að muna
eftir erindinu, meðan fyrrverandi eig-
inmaður hennar hélt áfram að rekja
allar þessar angurljúfu minningar af
kyrrlátri viðkvæmni.
Hérna í litlu stofunni minni, þar
sem ég skrifa þetta, eru þau ennþá
umhverfis mig, gömlu húsgögnin okk-
ar Jóhanns, ásamt öllu því smáglingri,
sem við eignuðumst í sambúðinni.
Megi nú minningarnar lifna í kringum
mig og gefa þessum blöðum lit og
fögnuð daganna.
Fyrstu fundir.
Þegar barnadagurinn í Kaupmanna-
höfn rann upp einn fagran vormorg-
un, mættust þau Jóhann Sigurjónsson
og Ingeborg Thiedemann í fyrsta sinn.
Allt fór óvenju vel fram þennan dag.
Hann hafði á sér einhvern hátíðablæ
fremur öðrum barnadögum, sem ég
man eftir. Allir helztu listamenn og
listakonur bæjarins lögðu sig fram til
þess, að sem mestur hagnaður yrði af
honum í þágu þessa góða málefnis,
sem hann var helgaður.
Jóhann var peningalaus þennan dag,
eins og oft endranær. Hann hafði
borið upp vandræði sín við Pál Sæ-
mundsson vin sinn, sem lá kvefaður í
rúminu.
,,Taktu nýju skóna mína og veð-
settu þá“, sagði Páll. ,,Þú, sem átt
enga aðra!“ svaraði Jóhann. Hinn
gerði ekki annað en yppta öxlum og