Helgafell - 01.09.1944, Síða 101
ÉG VAR SKÁLDI GEFIN
259
pylsu, ásamt hvítkáli og gulrótum. —
Við þessar kjötkrásir tók gamla vík-
ingseðlið að lifna í okkur, og til að
gera því einhver skil, skoluðum við
kverkarnar með brennivíni í mjaðar
stað. En jafngott hefði mér verið að
koma ekki með þá tillögu að láta
hnútur fljúga um borð, því að úr því
þurfti ekki frekari eggjana við. Drott-
inn minn dýri — hvernig herbergið
leit út á eftir.
Á veturna bjuggum við í stórhýs-
inu á höfðingjavísu, en leigðum það
á sumrin og gerðumst búandfólk í
garðhúsinu. Þar leið okkur nú reyndar
ennþá betur oft og tíðum.
A bak við húsið var lítið hesthús og
nokkuð stórt vagnstæði, lítið vinnu-
mannsherbergi, hænsnakofi og smá-
kompa með úrskornu hjarta í hurð-
inni. Við létum setja gólf í vagnstæð-
ið og flytja þangað timburhús frá
Slumpelökken við Litlabelti, 16 álnir
á lengd. Þannig eignuðumst við hinn
ákjósanlegasta sumarbústað, þar sem
miklu rómantískara var umhorfs en
í aðalhúsinu. Þegar vagnstæðinu og
hesthúsinu var breytt í mannabústað,
var sett í það venjulegt loft fyrst í stað,
en síðar datt í Jóhann að hafa þar
heldur skarsúð. Hana máluðum við
fagurbláa.
Við unnum sjálf að þessari breyt-
mgu, fengum okkur öxi og hamar til
verksins, stóðum svo sitt á hvorum
stól og rifum loftið niður af slíku kappi,
að brakið hrundi um okkur.
Landar og vinir.
í þessum nýja sumarbústað vorum
við að mestu óhult fyrir skarkala
heimsins. Þegar við bættist þriggja
álna hár skíðgarður, sem við létum
reisa, töldum við okkur vera orðin
nokkurnveginn örugg fyrir þeim kunn-
ingjasæg, sem raskaði vinnufriði Jó-
hanns oftar en góðu hófi gegndi. Til
frekari varúðar skrifaði Jói með risa-
stórum bókstöfum á útidyrnar: ,,Ó-
boðnir gestir eru góðfúslega beðnir að
standa svo stutt við sem unnt er“.
Stundum kom fyrir, að við opnuð-
um ekki, þótt barið væri, en þá
var það til, að langstígir landar tylltu
tánni á hliðlokuna og sveifluðu sér
yfir grindverkið, sem þó var lagt
gaddavírsþræði að ofanverðu. —
Þvílíkar dugnaðarsálir gátum við ekki
fengið af okkur að gera afturreka.
Eitt kvöld, í hríðarveðri, var barið
að dyrum hjá okkur. Ég var ein heima
og því ekkert um að fara til dyra, þeg-
ar ég heyrði ókunnan málróm úti fyr-
ir. ”Það er Kjarval”, var kallað. Ég
þekkti engan Kjarval, en bauð þó ís-
lendingi þessum að ganga í bæinn.
Hann ílengdist reyndar hjá okkur hér
um bil allt það árið. Þá var hann orð-
inn okkur báðum jafn innilega kær,
blessaður karlinn.
Þegar við bjuggum í stórhýsinu á
höfðingjavísu, höfðu venjulega ein-
hverjir hinna yngri vina okkar bæki-
stöðvar sínar á efstu hæðinni. Þannig
bjó Theódór Jakobsson einu sinni hjá
okkur, góðvinur okkar, nefndur Theó-
baldus í kunningjahóp, og annar ís-
lendingur, Arngrímur Valagils að
nafni.
Okkur hafði verið gefinn í brúðar-
gjöf skínandi fallegur ofn frá 1772.
Hann var gljáfægður á hverjum degi,
svo að við gætum notið litaljómans
á honum. Hann gleypti daglega rnörg
föng af beykibrenni, sem þessir ný-
nefndu yngismenn tveir hjuggu fyrir
okkur. Á móti kom þokkalegur morg-
unverður. Við áttum þarna margar á-