Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 102
260
HELGAFELL
nægjustundir, og oft fékk ég að heyra
skemmtilega íslendingaþætti af þess-
um sonum Sögueyjunnar yfir borð-
um.
Hér um bil daglega komu einhverj-
ir kunningjar í heimsókn til okkar, og
á kvöldin glumdi stóra stofan löngum
við af íslenzkum söngvum og fjörug-
um viðræðum. — Oft kom fyrir, að
gestir okkar gleymdu síðasta strætis-
vagninum, og líktist þá íbúðin helzt
vígvelli morguninn eftir, þar sem hin-
ar föllnu hetjur lágu á víð og dreif,
með hin furðulegustu plögg yfir sér,
veggtjöld, yfirhafnir, arabískar mynda-
saumsábreiður og þar fram eftir göt-
unum.
Stundum urðu heimsóknirnar svo
örar, að við urðum að láta sem við
værum ekki heima, svo að skáldiðmitt
fengi vinnufrið. Þá drógum við glugga-
tjöldin fyrir og gegndum ekki, hversu
ákaft sem dyrabjallan hringdi. Þeir
voru þá víst ekki margir meðal komu-
manna, sem gátu skilið í því, að við
skyldum ekki að minnsta kosti gera
þá undantekningu að hleypa sér inn.
Samningur um Nóbelsverðlaun.
Ekki veit ég, hversu lengi þeir
höfðu þekkzt, Jóhann og Gunnar
Gunnarsson, þegar Gunnar kom heim
til okkar í Kaupmannahöfn ásamt
unnustu sinni, sem kölluð var Ziska.
Hún var dökkhærð, há og grönn yng-
ismær, síðar frú Gunnarsson. Þau
settust að í Carlottenlund, og þar
tókst mikil vinátta með okkur. Ef við
sáumst ekki daglega, fannst okkur
einhverju áfátt. Jóhanni var það ó-
metanleg ánægja að geta talað á sínu
eigin móðurmáli við þennan ágæta
vin sinn.
Eins og nærri má geta um ung
skáld, ræddust þeir Jóhann og Gunn-
ar oft við um köllun sína og framtíð.
— Ég á í fórum mínum skemmtilegt
plagg, sem þeir sömdu einu sinni í
fullri alvöru. Það hljóðar á þessa leið:
Við undirritaðir, Gunnar Gunn-
arsson og Jóhann Sigurjónsson, lýs-
um hér með yfir því, að verði öðr-
um hvorum framanskráðra veitt Nó-
belsverðlaunin, hvort heldur öll eða
hluti af þeim, skuldbindum við okk-
ur til þess, að sá, er þau hlýtur,
skuli afsala sér sjö hundruðustu af
veitingarupphæðinni til þess okkar,
sem ekki hreppir happið. Ennfrem-
ur göngumst við undir þá skuld-
bindingu, að verði öðrum hvorum
undirritaðra veitt úr Dánarsjóði
Otto Benzons, skuli sá afsala sér
tíu hundruðustu af upphæðinni til
þess okkar, sem gengið verður fram-
hjá.
Charlottenlund 16. jan. 1916.
Gunnar Gunnarsson. Jóhann Sigurjónsson.
Orðalagið: ”til þess okkar, sem
gengið verður framhjá” finnst mér
eitthvað svo notalega fallegt hjá þeirn.
Ryk.lok.i6, sem átti að gera okkur rlk■
Einu sinni, þegar ég var að slá með
vélinni minni úti við girðinguna, kom
til mín þangað föngulegur maður, sem
ég hafði oft heyrt syngja gamanvísur
hjá nágranna okkar, Olfert Jespersen,
og sagði: ”Hvað er konan eiginlega
að stárfa ?“ Þetta var Frederik Jensen,
hispursleysið og glaðværðin sjálf, þá
eins og jafnan síðan. Ég hertók hann
strax og bað hann að ganga í bæinn
og búa út auglýsingu fyrir Jóhann
minn. Þannig var mál með vexti, að