Helgafell - 01.09.1944, Side 103
ÉG VAR SKÁLDI GEFIN
261
Jóhann hafði fundið upp svokallað
”ryklok“, til að hafa yfir bollum og
glösum við útiveitingar o. s. frv. —
Hugmyndin var ágæt. Verksmiðjum
Carls Lund leizt vel á hana og létu
búa til 10 000 stykki af tinlokum. —Því
miður komst málið aldrei lengra. —
En Frederik Jensen hét aS koma til
morgunverðar hjá okkur daginn eftir.
Þá átti að taka myndir af honum, meS
ryklokið yfir glasinu sínu og án þess.
ViS borðuSum ljúffengasta morgun-
verð, lambakótilettur og fleiri kræs-
ingar, undir syngjandi tré í garðin-
um, sem Jóhann kallaði ,,gamla epla-
tréð okkar“. Þar voru auglýsinga-
myndirnar teknar, og Jóhann mælti
fram þessa vísu:
Hvorfor er du gnaven,
du maa have Stöv i Maven.
Stövlaaget beskytter
enhver som det benytter.
Hún var ort kl. 5 þá um morguninn,
meðan Jói lá í rúminu og lét sig
dreyma um öll þau auðæfi, sem ryk-
lokið mundi færa okkur. — Þetta var
einn af þeim útúrdúrum, sem Jóhann
brá sér stundum í frá skáldskapnum.
OSru sinni var ,,hattaklemma“ í bí-
gerð, en ekki varð hún heldur til ann-
ars en ama og sóunar á tíma og pen-
ingum. í hreinskilni sagt, var ég alltaf
miklu hamingjusamari, þegar Jói sat
í skáldaþönkum á stólnum sínum
heima en þegar hann var að þessu
uppgötvunarbardúsi, sem aðeins hafði
eirðarleysi og fjárútlát í för með sér.
Veizla jyrir Georg Brandes
og Sigurð Eggerz.
Skömmu eftir að Georg Brandes
for að úthluta úr DánarsjóSi Otto
Benzons, fékk Jói veitingu þaðan. ViS
fórum því til Brandesar til þess að
þakka honum fyrir þessa skildinga.
Um þetta leyti var SigurSur Eggerz
ráðherra staddur í borginni. Hann hafði
þá fyrir nokkrum árum haldið leiftr-
andi ræðu fyrir minni Brandesar í Fé-
lagi íslenzkra stúdenta. Við þaS tæki-
færi hafði Jóhann gabbað stúdentana
með því aS auglýsa, að ræðan ætti að
hefjast klukkutíma fyrr en til stóð. —
Hann þekkti óstundvísi landa sinna
og gerði þetta til þess að firra Georg
Brandes þeirri háðung að koma að
tómum sal. ÞaS sýndi sig líka, að
hrekkjabragð Jóhanns náði tilgangi
sínum, og allt fór hið bezta fram.
MeSan við stóðum við í þakklætis-
heimsókninni hjá Georg Brandes, vék
hann sér allt í einu aS mér og sagði:
”Ekki vilduS þér gera mér þann
greiða, frú, aS bjóða mér heim til yS-
ar, ásamt Eggerz vini mínum. Ég sé
í blöðunum, aS hann muni vera stadd-
ur hérna í bænum núna“. Mér rann
kalt vatn milli skinns og hörunds, því
aS peningarnir voru þá þegar horfnir
í gamlar skuldir. Peningar stóðu yfir-
leitt aldrei lengi viS í vösum okkar.
ViS ákváðum þó boðsdaginn þeg-
ar í staS. Brandes kom, ásamt dóttur
sinni, Gunnar Gunnarsson meS Zisku
sinni elskulegri og svo auðvitað Sig-
urður Eggerz. Dagurinn varð okkur
öllum hinn ánægjulegasti, enda þótt
allur veizlukosturinn væri fenginn upp
á krít, allt frá brauði til kampavíns.
Þegar fiskkaupmaðurinn okkar
heyrði, aS viS ættum von á Georg
Brandes, sagði hann, aS viS mættum
fá hvern ugga í búSinni aS láni, efokk-
ur sýndist. Brandes var harla skemmt,
þegar hann heyrði þetta. Og þegar
matreiðslukonan, sú fyrsta og síðasta,
sem ég hef haft um dagana, heyrði,