Helgafell - 01.09.1944, Page 104
262
HELGAFELL
að hún ætti að matreiða ofan í Georg
Brandes, vildi hún ólm fá að ganga
um beina líka.
Meðan kaffið var drukkið, bar ís-
lenzk stjórnmál á góma. Sigurði Egg-
erz og Jóa varð eitthvað sundurorða.
Eggerz gat víst ekki andmælt sjón-
armiði Jóhanns með fullum rökum,
og sagði því nokkuð hvatvíslega:
,,Hvaða vit hefur danskt skáld á ís-
lenzkum stjórnmálum ?“ — Ég gleymi
ekki augnaráðinu, sem Jóhann sendi
honum þá. Ég var að því kom-
in að hasta á hann, þegar Brand-
es, sem sat klofvega á stólnum sínum
með handleggina á bakbrúninni, greip
í handlegginn á mér og sagði: ”Lát-
um þá kljást! látum þá kljást!” Hann
virtist iða í skinninu af ánægju. Ollu
lauk líka í sátt og samlyndi. Georg
Brandes varð barnslega glaður, þeg-
ar ég gaf honum að skilnaði vínglas,
sem hann hafði drukkið úr, en það
hafði skáldið Emil Aarestrup átt í
fyrndinni.
,,Sjáðu til, lb mín . .
Aldrei undum við Jóhann okkur þó
betur en þegar við vorum ein sam-
an. Þegar ,,andinn‘‘ kom yfir mann-
inn minn, var honum áríðandi að
halda á spöðunum. Þannig kom ,,and-
inn“ einu sinni yfir hann, þegar við
vorum á gangi úti í skógi á leið til
baðstaðar. Jóhann sneri við og inn í
veitingakrá, sem hét Over Stalden,
og fékk sér þar glas af öli. Þjónninn
var sýnilega ekki smáhissa á því, að
Jóhann bað um hvern brauðseðilinn
á fætur öðrum og krotaði þá alla
út jafnharðan. Það var samtal í Lyg-
aranum, sem hann var að skrifa í
þetta sinn. Ég geymi þessa brauðseðla
ennþá niðri í skúffu hjá mér.
Jóhann gat oft verið svo yndislega
kyrrlátur, gekk þá um gólf og dvaldi
í sínum eigin hugarheimi, þangað til
hann leit allt í einu á mig, eins og til
að aðgæta, hvort ég misskildi ekki
þegjandaháttinn. Þannig man ég eft-
ir því, að einu sinni nam hann skyndi-
lega staðar, greip um höndina á mér
og sagði: ,,Aldrei hefði ég haldið, Ib,
að svona auðvelt væri að vera kvænt-
ur“. Ég vissi, að hann kom alltaf til
mín, þegar hann mátti vera að, og
sagði mér, hvað í huganum bjó. Þá
settist hann hjá mér og sagði: ,,Sjáðu
til, Ib mín . . .“ Og svo hélt hann um
höndina á mér, meðan við ræddum
málið, þangað til hann spratt kannski
allt í einu á fætur, skálmaði fram og
aftur um gólfið og lék atriði úr leikn-
um, sem hann hafði verið að semia.
Einu sinni kom fyrir smáskrýtið at-
vik í sambandi við Lygarann. Við vor-
um að leika hávaðasamt atriði úr
leiknum úti í garðinum okkar. Ná-
grannakona okkar hafði heyrt hávað-
ann og leit með skelfingarsvip til okk-
ar yfir grindverkið. Hún hafði haldið,
að við værum að hnakkrífast og
stokkroðnaði af sneypu yfir ugg sínum
um heimilisfriðinn hjá okkur, þegar
við gerðum ekki annað en hlæja að
henni.
Skemmtileg ferð,
sem lauk. með Vonbrig&um.
Einu sinni stóð til að sýna Fjalla-
Eyvind í Múnchen. Þangað fórum við
og biðum í heilan mánuð eftir frum-
sýningunni. Á leiðinni til Múnchen
hittum við rithöfundinn Harry Söi-
berg fyrir í Berlín og dvöldum þar
nokkra ánæsriulega daga ásamt hon-
um. Eitt kvöldið heimsóttum við geysi-
stóran bjórskála, þar sem víst voru