Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 106
264
HELGAFELL
22. dagur maímánaðar 1912 rann
upp yndislega fagur, með glampandi
sólskini yfir ljósgrænum beykitrján-
um. Um kvöldið átti frumsýningin á
Fjalla-Eyvindi að fara fram í Dagmar-
leikhúsinu. Það var ekki nema eðli-
legt, að við værum dálítið kvíðin, en
mesti leikrýnandi Danmerkur, Svend
Lange, sagði við Jóhann milli þátta,
sýnilega stórhrifinn: ”Um þetta lofa
ég góðum dómum”, og klappaði Jó-
hanni vingjarnlega á öxlina um leið.
Georg Brandes bar þar að í sama
mund, hann lagði handlegginn um
herðarnar á Jóhanni og gekk þannig
með honum fram og aftur um hliðar-
ganginn, en augu fólksins fylgdu þeim
eftir af engu minni athygli en það
hafði áður horft á fyrsta og annan þátt
leiksins. Þegar á allt var litið, varþetta
sannkallað hátíðarkvöld fyrir blessað-
an drenginn minn. Hann átti það líka
sannarlega skilið, að sólin skini ofur-
lítið á hann sjálfan, eftir að hann hafði
miðað að því sleitulaust í mörg ár að
yrkja til lífsins heilsteyptar og sann-
ar manneskjur, öðrum til ánægju og
umhugsunar.
Ég man eftir smáatviki, er kom fyrir
í síðasta þætti leiksins. Þegar vesal-
ings strokuhesturinn hafði vakið lífs-
von þeirra Kára og Höllu á ný, greip
Kári skínandi hvítt og spánnýtt reip-
tagl, sem hékk þar á veggnum og fór
út með það til að mýla hestinn. Ég
kleip Jóa þéttingsfast í lærið og hvísl-
aði að honum: ,,Hver getur nú trú-
að því, að þau hafi átt þetta reiptagl
árum saman uppi á reginfiöllum ?“ —
En látum þetta nú vera. Lakara var,
þegar aumingja frú Dybvad fékk gusu
af gervisnjó, sem reyndist blátt áfram
vera salt, beint framan í sig, um leið og
hún opnaði kofahurðina í síðasta
þætti. Við æfingarnar höfðu alltaf
verið notaðir pappírssneplar í þessu
skyni. Frú Dybvad hafði ekki haft
hugmynd um breytinguna og var að
því komin að hljóða upp yfir sig af
sársauka, þegar hún fékk saltið í aug-
un, en hún áttaði sig þó í tæka tíð og
lék hlutverk sitt til enda af sömu snilld
og frá upphafi.
Eftir frumsýninguna á Fjalla-Ey-
vindi í Kaupmannahöfn rigndi yfir
okkur heillaóskum úr öllum áttum,
bæði frá vinum okkar og gerókunn-
ugu fólki. Við vorum boðin í ótal át-
veizlur, sem okkur voru að vísu ekki
allar jafn hugþekkar. En Jóhann
sagði, að við skyldum bara þiggja öll
heimboðin, þau hefðu þó alltaf aug-
lýsingagildi fyrir okkur. Við skemmt-
um okkur líka oftast prýðilega, sátum
að dýrum krásum og kynntumst ýmsu
ágætu fólki.
Einu sinni datt í Jóhann að fara út
á Solrödströnd til að líta þar á lóðir,
sem voru þá mjög umtalaðar. Við fór-
um því til Taastrup og leituðum uppi
hreppstiórann þar. Þegar hann heyrði,
hver við værum og hvaða bækur vin-
ur minn hefði skrifað, tók blessaður
karlinn ofan og sagði með tárin í aug-
unum:
,,Aldrei hefði mig órað fyrir því,
að ég ætti eftir að lifa þá hamingju-
stund að hýsa skáldið, sem samdi
Fjalla-Eyvind. Við fengum hann í jóla-
gjöf frá dóttur okkar, sem nú er í
Kaupmannahöfn, og erum búin að
marglesa hann“.
Draumurinn um Höfóavatn.
Síðustu árin varð ekki úr ritstörf-
um hjá Jóhanni. Hann var með hug-
ann bundinn við hagnýt viðfangsefni,
því að aldrei blómgaðist efnahagurinn