Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 112
270
HELGAFELL
dahl, en einnig gætir þó nokkurra áhrifa frá Krohg. Munch var mjög bráð'
þroska. Fyrstu myndir hans eru með impressioniskum blæ, en formin eru
stór og óbrotin í samanburði við það, sem þá tíðkaðist. Helztu verk hans
frá þessum æskuárum eru Morgun, Vor, Veika stúlkan og ennfremur marg-
ar ágætar mannamyndir. Meðal þeirra má nefna myndirnar af systur málar-
ans, sjálfsmj’ndir og mynd af skáldinu Hans Jœger.
Munch sýndi myndir sínar í Berlín árið 1892, og vakti sú sýning mikla
athygli listamanna og listunnenda, en skoðanir um hana voru þó mjög skipt-
ar, því að þeir voru margir, sem álitu myndir hans einberan dónaskap. Slík-
ar skoðanir höfðu þá þegar verið látnar í ljós heima í Noregi og eins í Dan-
mörku. Hinir borgaralegu og afturhaldssömu málarar voru meðal margra
annarra óánægðir. Einn þeirra, sem var norskur að ætt, en danskur að upp-
eldi, Peder Severin Kröyer, kom á sýningu, sem Munch hélt í Kaupmanna-
höfn. Hann gekk þar um og talaði af miklum móði: „Hvernig getur þessum
manni dottið í hug að bjóða fínu fólki upp á svona léreft ? Þau eru ekki
einu sinni hulin litum nema að hálfu leyti!“ — En þrátt fyrir alla andstöðu,
fór hróður Munchs vaxandi. Hann fór víða um lönd og varð fyrir nýjum á-
hrifum, starfaði og lærði. Myndir Lautrecs og ýmissa expressiónista höfðu
mikla þýðingu fyrir hann. List hans breyttist, litirnir urðu sterkari og skær-
ari, fígúrurnar flatari, hið impressióniska raunsæi vék fyrir expressiónisku
innsæi, frásögn og táknrænt innihald urðu oft veigamikill þáttur í mynd-
mni. Mætti telja margar snilldarmyndir frá þessu tímabili, og eru þessar
helztar: ,,Stúlkurnar á brúnni“, ,,Eyjan“, ,,Aska“, ,,Eftir nœtursvalli&“,
auk fjölda mannamynda. Munch hefur einnig frá öndverðu málað mikið af
landslagsmyndum, bæði heima í Noregi og á ferðum sínum erlendis. Hann
var fenginn til þess að skreyta hátíðasal háskólans í Osló, og eru sumar
myndir hans þaðan með ágætum, svo sem hið mikla málverk ,,Sagan“. En
í heild stendur þó þessi skreyting að baki mörgu því, er Munch hefur málað.
Ógerningur væri að telja allt upþ, er eftir hann liggur, því að hann hefur af-
kastað miklu og víða komið við í list sinni. Munch var meðal hinna fremstu,
er lagt hafa stund á grafikk eða svartlist. Tréstungur hans og sýrustungur
eru bæði sérkennilegar og þróttmiklar.
Munch hefur sagt, að hann vildi ekki mála það, sem hann sæi, heldur
það, sem hann hefði séð. List hans var ónákvæm um smámuni. Samtíðar-
menn hans máluðu vendilega hnapp á vesti, bót á buxum, hann reyndi að
mála innra líf mannsins. Sjúkdómar, ástríður, gleði, hatur, lífið í ótal mynd-
um, en þó sérstaklega það líf, er bærist í hug og hjarta. Skikkanlegir menn
urðu stundum áttavilltir í listarheimi sínum, er þeir stóðu frammi fyrir mynd-
um hans, og það var eðlilegt. List hans er hafin yfir smáborgaraleg viðhorf,
stimamýkt þess manns, er vill þóknast, ganga um beina, sem hæverskur