Helgafell - 01.09.1944, Page 114
272
HELGAFELL
svo sterkt, að þrátt fyrir táknræna framsetningu, stemningar og bókmennta-
lýrik er Munch myndlistamaður á alheimsmælikvarða. Sérhver listamaður á
sér sín takmörk, hversu fjölhæfur og mikill sem hann annars kann að vera.
List Rembrandts eða Van Goghs sýna glögglega, að klassisk viðhorf eru þrátt
fyrir allt ekki hið eina, er myndlistin byggir á tilveru sína.
Munch var fáskiptinn maður. Hann lét sig engu skipta, hvað sagt var
eða skrifað um verk hans. Hann var stundum aðfinnslusamur um verk ann-
arra, en hann viðurkenndi líka það, sem honum var að skapi. Christian Krohg
spurði hann einu sinni, hvernig honum litist á verk ýmissa nafngreindra
norskra málara. Munch fann ýmist að eða yppti öxlum. „Hvernig lízt yður
á mín verk?“ spurði Krohg að síðustu. ,,Maður nennir ekki að vera að
skamma fólk“, svaraði Munch. — Þrátt fyrir mikla andstöðu, hlaut hann
snemma viðurkenningu fyrir listaverk sín. Listsöfn á Norðurlöndum og í
Þýzkalandi keyptu mörg þeirra. Eftir valdatöku Hitlers í Þýzkalandi var
Munch úrskurðaður ,,myndgerðarmaður“ þar í landi og úreltur „klessu-
málari“. Þjóðverjar seldu myndir hans úr landi, og keyptu Norðmenn þær
flestar eða allar. Munch hefur haft mikla þýðingu fyrir myndlist allra Norð-
urlanda, en þó fyrst og fremst í Noregi, heimalandi sínu.
Gunnl. Ó. Scheving.