Helgafell - 01.09.1944, Page 116
274
HELGAFELL
fyrir innan, hænsnanna fyrir framan.
Fólkið í þorpinu kallaði hana Hœnsna-
Pálu, og í viðlögum Eggja-Pálu, og
það var von. Eggin voru hennar líf,
og ef maður mætti henni á veginum
eða á þorpsgötunni, þá var það jafn-
an eggjaskjólan, sem einkenndi henn-
ar för, stundum full, stundum tóm,
allt eftir því hvort hún var á leið heim
eða að heiman. Og eggin hennar voru
stór og bragðgóð, og ef þeim var ung-
að út, þá voru fáir hanar eða engir,
en flest hænur, og þær heppnuðust
vel, jafnvel hjá þeim, sem ekkert
heppnaðist.
,,Gott“, sögðu hreppsnefndarmenn-
irnir í þorpinu, því þótt fasteignin skil-
aði ekki beinum arði, mátti með vissu
telja, að hún sparaði útgjöld.
,,Gott. Ágætt“.
II.
En svo var það hin fasteignin, —
hún skilaði arði. Pétur og Þóra leigðu
hana nefnilega og borguðu skilvís-
lega eftirgjaldið. Þetta var líka bær
en ekki kofi, næstum því timburhús,
hehe, og vátryggður að auki, ekki ein-
ungis kálgarður í kring, heldur og tún,
sem gaf af sér 15 hesta í góðæri. —
Þessa fasteign hafði hreppurinn eign-
azt með lögtaki og leigt síðan eftir
sanngjörnu mati sjálfs sín.
Hjónin, Pétur og Þóra, voru löngu
búin að lifa sitt fegursta, það er að
segja, líkamir þeirra voru búnir að
því, sálirnar hins vegar ekki. Sálir
þeirra voru enn ungar og viðkvæm-
ar, blómsálir sannkallaðar. Þvílíkt
ævintýr ! — En hvar var nú sonurinn
niður kominn, hann Jón Pétursson úr
Bænum ? — O, ekki meira en svo, að
þau vissu nú það, — líklega fyrir sunn-
an þó, einhvers staðar í stóru þorp-
unum, þar sem skipin voru og allt
gekk út á fiskinn og lýsið og pening-
ana. Hann var sagður verzla bæði með
fisk og lýsi og hafa mikið upp úr sér,
sendi þeim enda glaðningu á stórhá-
tíðum, þess utan bréf einu sinni —
tvisvar á ári.
„Þegar ég gifti mig og stofna fast
heimili, tek ég ykkur til mín“, var
hann vanur að skrifa í P. S. eða á
bréfjaðarinn. Þetta urðu gömlu hjónin
að láta sér nægja, enda neyðarlaust
fyrir þau.
Já, sálir þeirra voru enn ungar og
viðkvæmar, hvað sem líkamanum leið.
Og ekkert aumt máttu þau sjá, hvorki
menn né málleysingja, allra sízt það
sem þeim persónulega hafði verið trú-
að fyrir af forsjóninni. Kú sína ólu
þau á sams konar mat og þau átu
sjálf, og kölluðu Ljómalind, svo víst
væri, að hún bæri fegurra nafn en
nokkur kýr önnur. Sama var að segja
um jurtirnar í túni þeirra og garði, þau
elskuðu þær umfram allar aðrar jurtir
landsins. Einkum var kartaflan þeim
hjartfólgin, enda ein þeirra aðalfæða,
þegar mjólkinni sleppti.
Það var yndislegt að sjá þau setja
útsæðið niður í garðinn á vorin. Þau
völdu til þess kvöldið, þegar sólin
hafði skinið í heiði allan daginn, og
moldin var ylvolg eins og lifandi hold.
Þá sóttu þau útsæðiskassana í fjósið,
þar sem þeir höfðu staðið í rökkri, svo
spýraði fyrr, og báru þá út í garðinn.