Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 117
FASTEIGNIR HREPPSINS
275
Yndisleg athöfn, — sálubætandi á að
sjá, hvernig þau boruðu holurnar með
priki og pössuðu að hafa þær mátu-
lega djúpar, hvernig þau tóku eina
og eina kartöflu upp úr kössunum,
létu hana síga varlega ofan í holuna
og breiddu ofan á hana mold og hand-
mulið hrossataÖ, sem þau höfðu tínt
út um hagann. ÞaS var eins og þau
legðu sitt eigiÖ barn í hverja holu, sitt
eigiS hjarta. Og svo fór aS koma upp !
En æ, það er eins og heimurinn sé
alltaf að versna, eins og óvinum lífs-
ins fari sífjölgandi og fjölgi mun hrað-
ar en vinum þess. Auk kuldans var
kartöflusýkin nú einnig komin til sög-
unnar. Auk hinnar gömlu, tiltölulega
meinlausu lúsar mannkynsins, nýjar
lýs og ormar margra tegunda, sem
lögÖust á saklausar jurtirnar. — GuS
minn góður, hvar mundi þetta enda
að lokum ? — O, eins og við mátti
búast — í aumingjaskap. Vesalings
Pétur og Þóra, — hjá þeim jafngilti
uppskerubrestur ástvinamissi. Nú var
ekki lengur upp á annaÖ að hlaupa
en Ljómalind eina.
m.
Arin líða og líÖa. Gullinhyrna hef-
ur erft bás Ljómalindar, og hænsnin
utan við strigatjaldið í kofanum hafa
endurnýjað sig, — annars ekki um að
ræða ábúandaskipti á fasteignunum
tveimur viS veginn. En veðrið breyt-
ist frá degi til dags, frá einni árstíð
til annarrar, mikil ósköp, já. Stundum
er sól og stundum er regn, stundum
er frost og bylur. Og það er eins og
hin margs konar veður hafi meiri makt
í sér fólgna en fyrr, gangi nær hjarta
hlutanna, orki dýpra á líf þeirra og
líÖan. Til dæmis bærinn og kofinn,
— hvað munaði þessar fasteignir hér
fyrr meir um aS mæta einum úrhellis-
degi að haustlagi ? Ekki neitt. Þær
slepptu ekki dropa inn í gegnum þök
sín, hvað þá veggina. Eða þó hann
gerði kuldakast með roki á þorra ? Al-
veg sama. — Þær urSu ekki uppnæm-
ar fyrir því. Nei, héldu bæði vatni og
vindi sem sagt, svo ekkert gat amaÖ
að þeim, sem inni voru. OSru nær,
þeir, sem inni voru, gátu staðið við
gluggann og horft sér til gamans á
veðriÖ úti, — já, striplazt um fá-
klæddir, ef þeir vildu, og beðið bat-
ans í makindum. — Sú var tíÖin, en
því miður — því miÖur, hún var liðin
nú. — Já, nú var upp runnin önnur
tíS við veginn sunnan viS þorpið, og
er bágt að þurfa að segja það og þó
bágara að reyna.
Til dæmis var nú svo komið, aS
næstum var orÖiÖ sama hvor var. Bær-
inn eða Kofinn. Ef skúr féll úr lofti,
byrjaÖi Kofinn strax að leka, og
stundu síðar lak Bærinn einnig. Eins
var það, ef hann rauk upp á norðan,
— ekki að tala um, að einn þyrfti að
öfunda annan, nei, þegar Eggja-Pála
skalf í Kofanum, skulfu þau Pétur
og Þóra henni til samlætis í Bænum,
— að maÖur nú ekki nefni hennar eig-
in hænsni!
En því meir sem kuldinn og vos-
búðin svarf aS hinum þrem gömlu
nágrönnum á fasteignum hreppsins,
því dýpri rótum skutu rósir vináttunn-
ar í brjóstum þeirra, því anganríkari
urðu krónur þeirra og laufprúÖari. —
Næstum því daglega komu Bæjar-
hjónin í Kofann og höfðu meS sér á
pela mjólk úr Gullinhyrnu, og stundum
kom Pála í Bæinn og laumaði tveim-
ur eggjum í skál á eldhúsborðinu um
leiÖ og hún fór. ÞaS var hennar gjald.
Já, það heimsótti hvað annaS, gamla