Helgafell - 01.09.1944, Side 118
276
HELGAFELL
fólkiÖ, ekki vantaði það, hélt samsæti!
— Um hvað það skrafaði svo í sam-
sætunum ? — O, hitt og þetta. Meðal
annars hafði Pála orð á því, að ekki
færi hann nú á höfuðið, hreppurinn,
þó hann dyttaði eitthvað lítilsháttar
að Bænum, — með því líka hann tæki
eftir hann fulla leigu, hélt hún vera.
— Þessu svaraði Pétur því einu, að
svo mikil skömm sem hreppnum væri
að því að leigja lífshættuleg húsa-
kynni, væri honum þó hitt sjöfalt meiri
skömm að úthluta húsnæðislausum
gamalmennum þess háttar vistarver-
um, og nefna það síðan framfærslu-
styrk !
,,Nei, skárri er þó Bærinn enn þá
heldur en Kofinn, Pála mín“, sagði
hann.
,,Það vildi ég, að guð gæfi, að hann
Jón okkar Pétursson færi nú að gifta
sig og stofna heimili“, skaut Þóra
inn í viðræðurnar, þó að það kæmi
ekki málinu við. Og það kom oftar
og oftar fyrir, að hún segði eitthvað
þessu líkt. Það var eins og hún
væri að verða eitthvað utangáttar við
umhverfi sitt, auminginn, eins og hug-
ur og sál dveldu langt í burtu, hand-
an hafs og .fjalla, þar sem ylurinn
fyllir loftið. —
En viti menn, — eins og undrið hafi
kannski ekki gerzt! — Jú, ekki bar
á öðru, enn í dag hittir manneskjan á
óskastund, þegar guð vill : Það kem-
ur bréf frá Jóni Péturssyni, og hann
er kvæntur og hefur stofnað heimili.
,,Gerið þið svo vel! Strax í vor ! Ykk-
ar elskandi börn, Jón og Lóa“. —
IV.
Fregnin spyrst, tíðindin, — þau ber-
ast um allt þorpið á svipstundu, og
það er ekki til sá auli í þorpinu, að
hann viti ekki, að Jón Pétursson hef-
ur stofnað heimili fyrir sunnan og boð-
ið foreldrum sínum að koma.
,,Þau segja lausu“, spáir fólkið. —
,,Þau fara, trú mér til. — Hann Pétur
og hún Þóra! Jú, við fáum að sjá aft-
an undir þau í vor, berðu mig fyrir
því“.
Þögn. — Málið vandlega íhugað. —
Málið rætt enn á ný. — En hvort sem
það er rætt lengur eða skemur, — eitt
er víst: einn daginn situr oddvitinn
með bréf í höndunum undirritað af
Pétri Jónssyni. Pétur Jónsson segir
upp Bænum frá næstu fardögum, þarf
ekki lengur á honum að halda. Virð-
ingarfyllst. Pétur Jónsson. —
En hvað fólkinu í þorpinu fór nú
upp frá þessu að þykja vænt um Pét-
ur Jónsson og Þóru konu hans, þessar
gömlu manneskjur, sem öllum hefðu
getað orðið til fyrirmyndar í kartöflu-
rækt og meðferð mjólkurpenings, —
hefðu þær verið útlendar eða átt pen-
inga í banka. Undarlegt, að þær skyldu
vera á förum, skaði, að þær skyldu
vera á förum, tjón fyrir sálirnar. —
Það er kona oddvitans, sem lætur í
ljós þessa skoðun, og oddvitinn mót-
mælir ekki. Hann mótmælir konusinni
aldrei, og þegar hún stingur upp á því,
að hann líti nú inn til þeirra einhvern